Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7902 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kórvilla?

Í heild var spurningin svona: Hver er uppruni orðsins ,kórvilla’ og hvað er átt við með kór-? Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:810) merkir nafnorðið kórvilla annars vegar ‘stórkostleg mistök, afdrifaríkt glappaskot, höfuðvilla’ en hins vegar ‘helsta rangfærsla í fræðikenningu, trúarsetningu’. Elsta dæmi í r...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að hafa bessadýr sem gæludýr?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega: Já, það er vel hægt, til dæmis ef bessadýrið er haft í svonefndri petrískál sem annars er yfirleitt notuð til frumuræktunar. Bessadýr (Tardigrade) eru smávaxin dýr, um 1 mm á stærð og því vel sýnileg í víðsjá. Þau finnast ýmist í salt- eða ferskvatni en einnig í an...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

category-iconJarðvísindi

Hver var orsök Dalvíkurskjálftans 1934?

Um Dalvíkurskjálftann 1934 er einnig fjallað sérstaklega í svari við tveimur öðrum spurningum sem við bendum lesendum á að kynna sér: Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934? Hve langt gæti verið þangað til að annar skjálfti á stærð við Dalvíkurskjálftann 1934 kæmi aftur? Í lok mars 1934 var...

category-iconLífvísindi: almennt

Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert er elsta íslenska pappírshandritið?

Elsta íslenska pappírshandritið er bréfa- og minnisbók Gissurar sem í kjölfar siðbreytingar varð biskup í Skálholti. Íslendingar fóru að nota pappír heldur síðar en aðrar þjóðir. Danir og Svíar eiga pappírshandrit frá 15. öld en á Íslandi er nokkurn veginn allt á skinni frá þeim tíma. Á síðari hluta 16. aldar þoka...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?

Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...

category-iconJarðvísindi

Hvar á landinu eru flest gjóskulög?

Flest eru gjóskulög í jarðvegi á Suðurlandi, innan Austur-gosbeltis og í nágrenni þess. Austan Mýrdalsjökuls og Kötlu eru allt að 200 gjóskulög í jarðvegi (sjá mynd 1), og þau geta verið 70-75% af heildarþykkt hans. Frá ströndinni sunnan Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls, norður yfir miðhálendið að Svartárvatni og aust...

category-iconFélagsvísindi

Hver fann upp peningana?

Peningar gegna mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. Í einföldum þjóðfélögum fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti, það er skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafnvel sjálfsþurftarbúskapur, það er hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?

Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru hlutabréfavísitölur?

Hlutabréfavísitölur eru mælikvarðar á þróun verðs ákveðinna tegunda eða flokka hlutabréfa. Þær eru því á margan hátt hliðstæðar verðlagsvísitölum, eins og vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á þróun verðlags, það er að segja á breytingar á verði allra vara og allrar þjónustu. Munurinn liggur þ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er svarthol?

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef aðdráttarafl jarðar er svo kröftugt að það afmyndar mánann (gerir hann egglaga) er þá ekki máninn smátt og smátt að nálgast jörðina?Það er rétt að tunglið eða öllu heldur dreifing massans í því er lítið eitt ílöng í stefnu línunnar milli jarðar og tungls. Það hefur auk þess ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er telómerasi og hver eru áhrif hans á öldrun?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Ásu Eiríksdóttur: Hvert er hlutverk telómera (oddhulsa) og skipulagðs frumudauða varðandi öldrun? Allt frá ómunatíð hafa menn leitað ráða til að berjast gegn ellinni. Í textum sem eru um 4000 ára gamlir, og með því elsta sem hefur varðveist af rituðu máli, er að finna lýs...

Fleiri niðurstöður