Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 695 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hver er saga kirkjuklukknanna í Hallgrímskirkju?

Hallgrímskirkja er stærsta kirkja Íslands en hana hannaði Guðjón Samúelsson (1887-1950). Guðjón lifði ekki að sjá kirkjuna í allri sinni dýrð því byggingu hennar lauk ekki fyrr en 1986 og hafði þá spannað 41 ár. Klukkurnar í Hallgrímskirkju samanstanda af þremur stórum klukkum og 29 minni bjöllum í klukknaspili...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta selir?

Selir (Phocidae) eru rándýr og öll fæða þeirra kemur úr dýraríkinu, aðallega fiskur. Mögulega er allt að 80% af þeim lífmassa sem selir éta fenginn með fiskáti. Fæðuvenjur eru þó mismunandi á milli tegunda og margar tegundir lifa að einhverju eða miklu leyti á ýmsum öðrum hópum dýra svo sem sjávarhryggleysingjum. ...

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?

Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðg...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmar teljast eðalmálmar?

Orðið eðalmálmur (e. noble metals) vísar til þess að málmurinn sé æðri öðrum málmum, betri en aðrir málmar. Til eðalmálma teljast vanalega gull (Au), platína (Pt), iridín (Ir), osmín (Os), palladín (Pd), ródín (Rh), rúþen (Ru) og silfur (Ag). Allt eru þetta frumefni og nágrannar úr lotu/röð 4, 5 og 6 í lotukerfinu...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?

Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju heitir árið ekki sólarhringur og sólarhringur ekki jarðarhringur?

Þetta er ágætis spurning og væntanlega finnst spyrjendum að orðin tvö sem þeir leggja til nái betur utan um fyrirbærin sem þau eiga að lýsa. Að sólarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að ganga umhverfis sólina og jarðarhringur í merkingunni sá tími sem það tekur jörðina að snúast um möndul sinn, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp kjarnorkusprengjuna?

Þegar menn uppgötvuðu rafeindina og atómkjarnann kringum aldamótin 1900 varð ljóst að atómið var ekki smæsta eining efnis eins og áður hafði verið talið, heldur væri það í raun kljúfanlegt. Í takmörkuðu afstæðiskenningunni (e. theory of special relativity) sem Einstein setti fram árið 1905, fólst meðal annars að ú...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?

Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?

Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...

category-iconHagfræði

Hvenær voru pappírspeningar fundnir upp?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvernig verða peningar til? Peningar geta verið af þrennu tagi. Í fyrsta lagi vara sem er verðmæti í sjálfum sér (e. commodity money), líkt og mynt sem slegin er úr eðalmálmum, svo sem gulli, silfri eða kopar. Í öðru lagi bein ávísun á verðmæti (e. representative money) se...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er marxismi?

Marxismi er hugmyndastefna á sviði stjórnmála, hagfræði og fleiri fræðigreina sem kennd er við Karl Marx og vísar beint eða óbeint til verka hans. Talsverð fjölbreytni er meðal þess fræða- og baráttufólks sem kennir sig við marxisma en allt á það sameiginlegt að vera gagnrýnið á kapítalisma og vilja annars konar h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?

Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona: Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða? Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessi...

category-iconLandafræði

Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?

Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins: 1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2 2.Þingvallavatn82 km2 3.Lögurinn53 km2 4.Mývatn37 km2 5.Hvítárva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er riðuveiki í sauðfé?

Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...

Fleiri niðurstöður