Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3349 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?

Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja. Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun. Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er regla Pýþagórasar sönnuð?

Allir sem hafa verið í grunnskóla kannast við reglu Pýþagórasar sem fjallar um lengdir hliðanna í rétthyrndum þríhyrningi. Ef þessar lengdir eru a, b og c, þar sem c er lengsta hliðin, þá gildir að a2 + b2 = c2. Hins vegar hafa færri séð hvernig þessi regla er sönnuð, sem verður að teljast undarlegt í ljósi þess...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hver er yngsta þjóð í heimi? Þarf maður að vera snillingur til að verða vísindamaður eða -kona? Hefur geislun frá fartölvum sem menn sitja oft með í kjöltunni einhver skaðleg áhrif á líkamann, til dæmis á ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er hraun og hvað er kvika?

Bergkvika (kvika, bergbráð, bráð - e. magma) er blanda af bráðnu bergi og gufum, sem ættuð er úr iðrum jarðar. Við storknun kvikunnar skiljast gosgufurnar úr henni, en við storknun bráðarinnar verður til storkuberg. (Þorleifur Einarsson: Jarðfræði). Í einfölduðu máli þá notum við orðið kvika (eða samheiti þess)...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru bessadýr á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Eru bessadýr á Íslandi? Hvað þola bessadýr mikið frost og hita? Tardigrade eða bessadýr, eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku, tilheyra fylkingu hryggleysingja. Bessadýr eru flokkur sérkennilegra og óvenjuharðgerðra smádýra sem flokkunarfræðingar hafa ekki ge...

category-iconEfnafræði

Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna byrja unglingar að drekka?

Samkvæmt skýrslum SÁÁ mun láta nærri að 16% Íslendinga fari einhvern tíma ævi sinnar í gegnum vímuefnameðferð, eða nærri einn af hverjum 6. Þess utan er vitað að ekki leita allir sér hjálpar þótt þeir lendi í vanda af völdum vímuefnaneyslu, þannig að jafnvel er hægt að búast við að enn hærra hlutfall Íslendinga sé...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sannað Goldbach-tilgátuna?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:„Sérhver slétt tala stærri en 4 er samlagning tveggja prímtalna stærri en 2.“, Getið þið reddað mér um sönnun? Í stuttu máli: Nei. Setningin sem um ræðir er kölluð Goldbach-tilgátan meðal stærðfræðinga og er eitt af frægustu óleystu vandamálum stærðfræðinnar. Saga hennar næ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar?

Bólusótt er bráðsmitandi veirusjúkdómur af völdum svonefndrar variola-veiru af tegundinni orthopoxveira (ætt; poxviradae). Ekki er ljóst hver uppruni veirunnar er, en bólusóttarveiran er áþekk kúabóluveirunni sem gæti bent til þess að hún sé stökkbreytt kúabóluveira.1 Fjórar orthopoxveirur sem smita manninn er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru vöðvar í fingrum?

Það hljómar ef til vill ankannalega en það eru engir vöðvar í fingrunum sjálfum nema svokallaðir hárreisivöðvar í húðinni. Hvernig í ósköpunum förum við þá að því að hreyfa fingurna? Segja má að þeir séu hreyfðir með nokkurs konar fjarstýringu. Reyndar má líta svo á að allar hreyfingar mannslíkamans séu framkallað...

category-iconEfnafræði

Hvers konar efnatengi eru í eimuðu og afjónuðu vatni?

Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1. Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn innihel...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?

Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?

Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum. Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í r...

category-iconLæknisfræði

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Öll spurningin hljóðaði svona: Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu? Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þess...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir „fundu upp“ π (pí)?

Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...

Fleiri niðurstöður