Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8439 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar: Hver er uppruni orðsins ljósmóðir? Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17): Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða galli var á gjöf Njarðar?

Aðrir spyrjendur eru:Jón Ellingsen, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Gísli Gíslason, Kristjana Sigursteinsdóttir, Trausti Þorgeirsson og Orri Tómasson.Elsta heimild í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðtakið það er sá (sá er) galli á gjöf Njarðar að ... 'sá hængur er á, sá annmarki fylgir' er úr málsháttasaf...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?

Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að láta til skarar skríða?

Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?

Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða dýr éta geitungar og hvaða óvini eiga þeir?

Þær þrjár tegundir geitunga sem lifa hér á landi ná sér í hunangslögg úr blómplöntum og veiða skordýr og aðra hryggleysingja auk þess sem þær leita sér fæðu víða annars staðar. Holugeitungur (Vespula vulgaris) leitar auk þess í ýmsar fæðuleifar sem hann kemst í. Sorp getur þannig laðað að sér holugeitunga. Vespul...

category-iconVísindafréttir

Jöklar og ís í Melaskóla

Ótal spurningar um jökla og loftslagsmál brunnu á nemendum í sjöunda árgangi Melaskóla sem fengu í morgun heimsókn frá Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði við Háskóla Íslands, í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Helgi var að senda frá sér barnabók um þessi efni sem unnin er í samstarfi við Vísindav...

category-iconHugvísindi

Hvers konar ljón eru þeir sem eru samkvæmisljón?

Orðið samkvæmisljón er bein þýðing á danska orðinu selskabsløve. Það er notað um mann eða konu sem yndi hefur af því að sækja samkvæmi. Orðið er ekki gamalt í íslensku. Það virðist koma fram á prenti um miðja síðustu öld en er líklega eitthvað eldra í talmáli. Samkvæmisljón? Frekara lesefni á Vísindavefnum: Er ...

category-iconHeimspeki

Ef líf þróast á annarri plánetu er þá rökrétt að gáfaðasta eða þróaðasta lífveran verði á endanum svipuð mönnum?

Nei, það er ekki rökrétt að þróun stefni að slíku marki. Til þess að sama útgáfa fáist eftir milljón ára þróun á aðskildum stöðum þyrftu ótal mörg skilyrði að vera hin sömu. Og jafnvel þó að slík skilyrði væru til staðar gera flestir ráð fyrir að tilviljanir séu innbyggðar í þróunina. Þannig telur mikill meirihlut...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er sagður sestur í helgan stein. Hvar finn ég „helga steininn“!?

Í nútímamáli er merkingin í orðasambandinu að setjast í helgan stein að ‘draga sig í hlé, hætta að vinna’ og elsta dæmi Orðabókar Háskólans um þá notkun er frá fyrri hluta 19. aldar. Í fornu máli var merkingin að ‘ganga í klaustur’. Að vísu var lýsingarorðið heilagur ekki með í orðasambandinu í elsta máli held...

category-iconVeðurfræði

Af hverju kemur svona lítill snjór á Íslandi?

Það eru sjálfsagt ekki allir sammála því að það snjói lítið á Íslandi þó að síðustu vetur hafi vissulega verið óvenju snjóléttir. Til að snjór verði til í háloftunum þarf bæði kulda og raka í loftinu. Einnig skiptir hitastig við jörðu máli þar sem það hefur áhrif á það hvort sá raki sem þéttist í háloftunum sem sn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er snælína og er hægt að búa ofan hennar?

Í Jarðfræði. Saga bergs og lands (1968, bls. 154) skrifar Þorleifur Einarsson: Jöklar verða til, þar sem meiri snjór safnast fyrir árlega en regn og sumarhlýindi ná að leysa. Sá snjór, sem eftir verður af snjómagni hvers árs, nefnist snjófyrningar. Mörk milli snjófyrningasvæða og auðra svæða nefnast snælína, og ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?

Hin svokallaða Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Haukadal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. (Um vikivakadansleiki þar sem fólk söng og dansaði og skemmti sér við ýmiss konar dulbúningsleiki eins og hestleik, Háa-Þóruleik og Þingálpnsleik sjá Jón Samsonarson, Kvæði og...

category-iconHugvísindi

Hvað eru jambar og hvernig tengjast þeir sonnettu?

Ítalska sonnettan er bragform með 14 ellefu atkvæða jambískum eða spottkveðnum braglínum. Jambar eru stígandi tvíliðir eins og til dæmis þessi braglína eftir Stefán frá Hvítadal: "Í kveld/ er allt/ svo hreint/ og hátt". Hugtakið bragliður er notað um einingar sem mynda línu í ljóði. Hrynjandi í skáldskap á kla...

Fleiri niðurstöður