Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1141 svör fundust
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...
Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?
Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...
Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?
Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...
Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?
Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóm...
Eruð þið heimskir?
Þetta er kærkomin og mikilvæg spurning þó að henni sé ef til vill ekki auðsvarað á þann hátt að lesandinn trúi svarinu. Það fyrsta sem vekur athygli er að spyrjandi, sem er 12 ára, notar karlkyn. Hann spyr ekki "Eruð þið heimsk?" heldur "Eruð þið heimskir?" Sennilega hefur hann fundið á sér að konurnar sem vinna v...
Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?
Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...
Er til algild fegurð?
Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...
Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?
Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Má lögreglan koma inn til manns þegar maður er með partí og nágrannarnir hafa kvartað undan hávaða eða einhverju slíku?
Lögreglan hefur í raun enga heimild til að fara inn á heimili manna vegna kvartana nágranna yfir hávaða, en hún getur komið þeim kvörtunum á framfæri og beðið menn um að draga úr hávaðanum. Svo mundi það fara eftir viðbrögðum húsráðenda og gesta hvað síðan gerist í málinu. Eina heimild lögreglunnar til að f...
Hver eru markmið Ríósáttmálans?
Árið 1992 stóðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir leiðtogafundi í Rio de Janero undir heitinu „Ráðstefna um umhverfi og þróun“. Í daglegu tali er ráðstefnan kölluð „Ríófundurinn“ (The Rio Summit). Hann telst tímamótafundur, ekki aðeins sökum þess að þetta var einn stærsti fundur sem alþjóðasamfélagið hefur staðið fyrir, h...
Hvað er hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...
Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað búa margir í Bandaríkjunum? (Ingvi Þorkelsson)Hvað búa margir á Indlandi? (Sigrún Aagot)Hvað búa margir á Ítalíu? (Jakob Reynisson)Hvað búa margir á Englandi? (Jakob Reynisson)Hvað búa margir í Þýskalandi? (Stefanía Traustadóttir)Hvað búa margir í Sviss? (Sólveig Arnarsdótt...
Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?
Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...