Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1475 svör fundust
Hvað er koltvísýringsbinding í gróðri á Íslandi mikil?
Samkvæmt skýrslum IPCC (International Panel on Climate Change, 2000) er öll binding kolefnis í gróðri á jörðinni 500-560 Gt C (Gígatonn kolefnis, en eitt slíkt er milljarður tonna). Þar af eru um 360 Gt C í skógi. Til samanburðar eru 1500-2300 Gt C bundin í jarðvegi og um 750 Gt C eru í andrúmslofti. Kolefni (...
Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?
Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...
Af hverju finnst svona mikil olía í Írak og öðrum löndum við Persaflóa?
„Ég skal drekka hvern einasta dropa af olíu sem kemur upp úr jörðinni hérna“ er haft eftir breskum jarðfræðingi sem var að kortleggja í Mið-Austurlöndum um aldamótin 1900. Sýnilega sá hann ekki fyrir þær ótrúlegu olíulindir sem þar hafa fundist síðan, enda voru engin merki um þær á yfirborðinu. Í Írak (þá Mesó...
Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...
Hvað er vindur?
Lárétt hreyfing andrúmslofts er jafnan kölluð vindur. Venja er að nefna lóðrétta hreyfingu loftsins uppstreymi eða niðurstreymi, en þó er ekki ávallt skýr greinarmunur gerður á láréttri og lóðréttri hreyfingu og hugtakið vindur er stundum haft um hreyfingu lofts sem að hluta er lóðrétt. Sem dæmi um slíkt má nefna ...
Hvað geta ánamaðkar orðið stórir?
Margar stórar ánamaðkategundir lifa í hitabeltinu og á Suðurhveli jarðar. Sú stærsta þeirra er talin vera Megascolides australis sem finnst í skóglendi nálægt Melbourne í Ástralíu. Stærstu einstaklingar af þeirri tegund verða líklega um einn metri á lengd en áður var talið að þeir gætu orðið þriggja metra langir. ...
Af hverju lýsa stjörnur?
Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...
Hvers vegna sýður egg fyrr í söltu vatni en venjulegu kranavatni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tekur það skemmri tíma fyrir egg að sjóða í sjó en í hreinu vatni? Hvað gerir seltan? Uppleyst salt í vatni breytir ýmsum eiginleikum vatnsins, til dæmis bæði suðumarki og frostmarki þess en einnig eðlisvarma vatnsins. Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til ...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...
Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?
Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...
Hvað gæti orðið hlýtt á jörðinni í lok 21. aldar og hvaða áhrif hefði það á náttúruna?
Talið er að um næstu aldamót verði um 2 til 4°C hlýrra á jörðinni heldur en nú er ef allar þjóðir heims ná ekki að sameinast um að draga verulega úr bruna jarðefnaeldsneytis. Þá yrðu jöklar á Íslandi orðnir helmingi minni en þeir eru nú og jökulárnar hefðu tvöfaldast að vatnsmagni. Ef hlýnunin héldi síðan áfram me...
Hvað eru háloftavindar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir? Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mu...
Hvernig get ég reiknað út fjarlægðir á milli jarðskjálfta á Reykjanesskaga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar maður er að skoða staðsetningu jarðskjálfta á vef Veðurstofunnar þá eru þeir staðsettir með tölum í lengdar- og breiddargráðum. Nú langar mig að vita hvað ein lengdargráða er löng í metrum á breiddargráðu, t.d. 63,88° þannig að maður geti áttað sig á hve mikil fjarlægð er á ...
Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu?
Hefðbundið er að flokka hraun eftir efnasamsetningu í basísk, ísúr og súr hraun (sjá mynd). Hraun af basískri samsetningu eru langalgengust. Þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar og mynda stærsta hluta hafsbotnsins, meirihluta úthafseyja og flæðibasaltfláka meginlandanna.[1] Þó að ísúr og súr hraun séu til st...
Getið þið bent mér á heimildir um sólina þar sem ég er að gera verkefni um hana?
Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um sólina, meðal annars þessi:Hvað er sólin stór? eftir Tryggva ÞorgeirssonHvað er sólin heit? eftir Tryggva ÞorgeirssonAf hverju er sólin til? eftir Árdísi Elíasdóttur og Gunnlaug BjörnssonHvert er flatarmál sólarinnar? eftir EÖÞHvað er sólin þung? eftir Björn Brynjúlf Bj...