Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7657 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni fósturs með þrjá X-kynlitninga?

Fóstur með þrjá X-kynlitninga (e. Triple X Syndrome) verða stúlkubörn. Talið er að um ein af hverjum 1.000 konum fæðist með auka kynlitning. Við fæðingu er ekkert sjáanlegt sem greinir þessi stúlkubörn frá öðrum og í raun eru þau einkenni sem fylgja því að vera með þrjá X-kynlitninga ekki vel skilgreind. Það er v...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær?

Stírur (t.d. eye gunk eða sleep crust á ensku) eru í raun storknuð tár. Stírur gegna engu sérstöku hlutverki í sjálfu sér en það gera tár. Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. Þeir eru álíka stórir og mandla og liggja göng frá þeim sem flytja tár að yfirborði efri augnloka. Tárin dreifast yfir y...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Arban?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Kópernikus?

Nikulás Kópernikus var pólskur stjörnufræðingur. Hann fæddist árið 1473 og dó 1543 Hann var mikill fræðimaður, læknir og kanúki. Hann er þekktastur fyrir að hafa afneitað jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, sem þá var viðurkennd af kirkjunni. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu fram á að maðurinn býr ekki í miðju alhe...

category-iconNæringarfræði

Getur verið hollt að borða myglaðan mat?

Mygla er þráðlaga sveppur eða sveppflóki, sem getur vaxið hratt og náð yfir nokkurra sentímetra svæði á stuttum tíma, um það bil tveimur til þremur dögum. Mygla er þolnari en flestar aðrar örverur og getur meðal annars vaxið við ísskápshita og í matvælum með lága vatnsvirkni. Þó ákveðnar gerðir myglusveppa séu no...

category-iconLögfræði

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar . Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er ABC-greining?

ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er arfgengt að eignast tvíbura?

Hér er einnig svar við spurningunni:Eru líkurnar á að eignast tvíbura meiri ef það eru margir tvíburar í ætt föðurins eða veltur það eingöngu á ætt móðurinnar? Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja, sem er mun algengara. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig varð íslenski hesturinn til?

Hér verður reynt að svara því hvernig íslenski hesturinn breyttist eftir komuna til landsins fyrir meira en eitt þúsund árum. Um uppruna og forfeður íslenska hestsins hefur sami höfundur skrifað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn? Ekki er vitað til þess að hestar hafi v...

category-iconTrúarbrögð

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?

Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum? Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er át...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru til margir kraftar?

Hér er væntanlega átt við hversu margar tegundir krafta séu til, því að ýmiss konar kraftar verka milli flestra hluta og það mundi æra óstöðugan að ætla sér að telja þá! Í venjulegri, hefðbundinni aflfræði er mest fjallað um togkrafta, þrýstikrafta, núningskrafta, þyngdarkrafta og fleira. Í rafsegulfræði lærum ...

category-iconHugvísindi

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?

Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?

Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum f...

Fleiri niðurstöður