Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1095 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?

Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um spóa?

Flestir Íslendingar þekkja sjálfsagt spóann (Numenius phaeopus) í sjón enda áberandi fugl í íslenskum móum á varptíma. Spóinn er mjög háfættur og með langt og íbjúgt nef. Hann er um 40 cm á lengd og með 25 cm vænghaf. Spóinn er af ættkvíslinni Numenius, en orðið þýðir hálfmáni á grísku og vísar til hins íbjúgn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar dýr er fjallaflauti?

Fjallaflauti (Ochotona alpina) tilheyrir ættbálki nartara (Lagomorpha) og er því skyldur kanínum og hérum. Hann er af ætt blísturhéra (Ochotonidae) og virðist við fyrstu sýn gerólíkur hérum og kanínum, enda kubbslegur, stuttfættur og eyrun frekar stutt. Við nánari skoðun kemur skyldleikinn í ljós, hann er til dæ...

category-iconFélagsvísindi

Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?

Hrísgrjónagrauturinn er ekki íslensk uppfinning heldur hefur lengi tíðkast að gera einhvers konar útgáfu af graut eða búðingi úr grjónum og mjólk víða um heim. Það er heldur ekkert einsdæmi að borða slíkan graut til hátíðabrigða eins og lengi tíðkaðist hér á landi. Í svari Hallgerðar Gísladóttur við spurningunni ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Haraldur Bernharðsson rannsakað?

Haraldur Bernharðsson er dósent í miðaldafræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og forstöðumaður Miðaldastofu Háskóla Íslands. Haraldur er málfræðingur og fæst einkum við rannsóknir á forníslensku, íslenskri málsögu og íslenskum miðaldahandritum. Meginviðfangsefnið er þær breytingar ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki. Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig st...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?

Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Isabel Barrio rannsakað?

Isabel Barrio er dósent við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Isabel hefur áhuga á grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í. Í vistkerfum á norðlægum slóðum er yfirleitt talið auðveldara að rannsaka samskipti plantna og grasbíta heldur en í flóknari vistkerfum. Færri tegundir fy...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?

Ásdís Helgadóttir er lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni rannsókna hennar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði. Oft er of flókið að leysa slíkar...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Esther Ruth Guðmundsdóttir rannsakað?

Esther Ruth Guðmundsdóttir er dósent í jarðfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eru á sviði gjóskulagafræði og miða að því að nota efnafræðilega og eðlisfræðilega eiginleika gjóskulaga til að skoða hegðun, eðli og gossögu eldstöðva. Þetta er mikilvægt til að geta spáð fyrir um eldvirkni o...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar. Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum l...

category-iconEfnafræði

Hvað er kolefnisár?

Ein leið til að aldursgreina dýra- og jurtaleifar er með hlutföllum samsæta kolefnis og er þá mælt hversu mikið af kolefnissamsætunni C-14 (einnig ritað 14C) er til staðar í sýnunum miðað við kolefnissamsætuna C-12. Þetta hlutfall 14C/12C í sýnunum er síðan borið saman við hlutfallið í andrúmsloftinu og helminguna...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er malbik og hvernig er það framleitt?

Efsta lag vegbyggingar nefnist slitlag en hér á landi er aðallega um tvenns konar bikbundin slitlög að ræða, malbik sem er heitblandað í malbikunarstöð og klæðingu. Óbundin slitlög nefnast malarslitlög. Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum íaukum (trefjum, viðloðunarefnum, vaxi, sementi, kalkdufti og ...

Fleiri niðurstöður