Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4142 svör fundust
Hver er munurinn á kommúnista og femínista?
Eins og með flesta „isma“ og „ista“ þá er hvorki til ein og endanleg skilgreining á femínista né kommúnista. Um er að ræða fjölbreyttar stefnur og hreyfingar og má finna um þær fjöldamörg dæmi í mannkynssögu síðustu alda frá ólíkum svæðum jarðar. En einnig er um að ræða hugmyndir eða hugsjónir sem fólk nýtir til a...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Hvað er upplýsingaóreiða?
Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...
Af hverju er sagt að eitthvað sé laukrétt og pottþétt?
Í orðunum laukréttur 'alveg réttur'og laukjafn 'hnífjafn, alveg jafn' er líkingin sótt til lauksins en einkenni hans eru hin jöfnu lög sem leggjast hvert yfir annað. Orðin virðast innlend smíð. Í orðinu pottþéttur 'alveg traustur', sem einkum er notað í sambandinu að eitthvað sé pottþétt er líkingin sótt í pot...
Hvað er bandormur í fjárlögum?
Hugtakið bandormur er notað á alþingi um frumvörp til breytinga á mörgum lögum. Þegar fjárlög eru samþykkt þarf að breyta ýmsum upphæðum sem tilgreindar eru í öðrum lögum og er það gert með bandormi sem fjármálaráðherra talar fyrir. Oft snerta bandormar mörg ráðuneyti og þá flytur forsætisráðherra jafnan frumvörpi...
Hvað er átt við þegar talað er um 'up' og 'down regulation' í sameindalíffræði?
Í sameindalíffræðinni vísar orðið „regulation“ eða stjórnun oft til stjórnunar á framleiðslu eða virkni prótína. Það getur þó líka átt við stjórnun á framleiðslu eða virkni annarra efna eða frumuhluta. Í þessu samhengi eru orðin „up regulation“ og „down regulation“ auðskilin. Þau vísa til aðferða til að auka ...
Hvað er eldur?
Eldur kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Efnið tekur þá upp súrefni (ildi) úr andrúmsloftinu og myndar ný gös eða lofttegundir. Eldur í umhverfi okkar kemur oft af því að efni með með miklu kolefni í, til dæmis kol, olía, bensín, timbur, pappír, kertavax, er að brenna. Þá myndast gas sem nefnist koltvísýringur ...
Hver er þessi Hilmir í titlinum á íslensku þýðingunni á þriðju bókinni í Hringadróttinssögu?
Spyrjandi bætir við að íslenska þýðingin á „Return of the King“ er „Hilmir snýr heim“. Orðið hilmir merkir 'konungur' og var oft notað í kenningum í fornu skáldaskaparmáli. Það er skylt orðinu hjálmur og vísar líklegast til hermennsku. Þýðandi Hringadróttinssögu hefur gripið til þessa orðs í þýðingu sinni á...
Hvað merkir "sér er nú hver lukkan" og hvaðan kemur þetta orðasamband?
Atviksorðið sér ‘út af fyrir sig, sérstaklega’ stendur stundum með nafnorðum með greini og er þá notað til þess að lýsa hneykslun eða vantrú á einhverju eða einhverjum. Oft er til dæmis sagt sér er nú hver vitleysan í merkingunni ‘fyrr má nú vera heimskan/vitleysan’. Orðið lukka er tökuorð í íslensku og merkir...
Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita?
Eiturefni eru afar fjölbreytileg að gerð og uppruna. Paracelsus (1493-1541), sem hefur verið nefndur faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði, setti fram þá kenningu að öll efni væru í raun eitruð og það væri einungis spurning um skammta hvort þau yllu eitrunum eða ekki. Þó að langt sé um liðið síðan þessi kenning va...
Hvernig er best að haga fjármagnsskipan fyrirtækja almennt?
Með fjármagnsskipan fyrirtækis er yfirleitt átt við það hvernig fjár er aflað til að standa undir rekstri og fjárfestingum þess. Sérstaklega er horft á það hve mikið af fénu er lánsfé og hve mikið er framlag eigenda en einnig er áhugavert að skoða til dæmis hvort lán eru tekin til langs eða skamms tíma. Þá eru til...
Er gott að trúa á Jesú?
Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju. Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi...
Hvað er flóðbið og hafnartími?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...