Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 915 svör fundust

category-iconMannfræði

Hvað er menning?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er menning „þroski mannlegra eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf.“ Íslensk orðsifjabók bætir því við að menning sé „þroski hugar og handa; … það að manna einhvern … þróun, efling, siðmenning“. Orðabók Menningarsjóðs segir líka að menning ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru fílar með rana?

Til að svara þessari spurningu er rétt að við byrjum á því að velta fyrir okkur í hvað raninn er notaður. Til hvers nota fílar ranann? Þeir sem þekkja til atferli og lífshátta fílsins vita að hlutverk ranans er í rauninni margþætt. Fyrst og fremst er hann þó notaður til fæðuöflunar. Fílar eru jurtaætur og lifa ein...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?

Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?

Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er fæðukeðja og fæðupíramídi?

Fæðukeðja (e. food chain) sýnir ferðalag orkunnar um lífríkið, frá einni lífveru til annarrar. Fæðukeðjum lífríkisins má skipta í fjóra hluta Sólin – uppspretta orku lífríkisins. Frumframleiðendur - plöntur sem binda orku sólar í vistkerfið með ljóstillífun. Neytendur – lífverur sem fá orku með afráni á öðrum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?

Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðju...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um afríska buffla?

Afríski buffallinn (Syncerus caffer) greinist í tvær deilitegundir, gresjubuffal (S. caffer caffer) og skógarbuffal (S. caffer nanus). Flokkunarfræðilega tilheyrir tegundin ættbálki klaufdýra (Artiodactyla), ættinni Bovidae og undirætt nautgripa (Bovinae). Heimkynni gresjubuffla. Gresjubuffallinn er nokkuð s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Má skjóta hrafna?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað éta hrafnar á veturna? Eru þeir réttdræpir til að halda fjölgun í skefjum? Ef svo er, hvað má þá skjóta marga á ári? Hrafninn (Corvus corax) er staðfugl á Íslandi og þarf því að þreyja þorrann hér yfir kaldasta hluta ársins. Til að komast af yfir vetrartímann leggur hann...

category-iconHugvísindi

Eru til ritaðar heimildir um að Hitler hafi sagt að Ísland væri hið fullkomna land?

Ekki er alveg ljóst hvað átt er við með „fullkomið land“ en þegar spurt er um skoðanir Hitlers á Íslandi er líklegast að átt sé við hugmyndafræði hans um yfirburði kynstofns aría. En spurningin gæti einnig verið tilvísun til hernaðarlegrar lykilstöðu Íslands á Atlantshafinu í tilraunum Þjóðverja til að rjúfa hafnb...

category-iconLæknisfræði

Hvert var framlag Karls Landsteiner til vísindanna?

Austurrísk-bandaríski líffræðingurinn og læknirinn Karl Landsteiner (1868-1943) er þekktastur fyrir að hafa uppgötvað ABO-blóðflokkakerfið og er litið á hann sem föður blóðgjafarfræðinnar. Framlag hans til vísindanna var mjög fjölbreytt, á sviði meinafræði, vefjafræði, blóðvatnsfræði, ónæmis- og bakteríufræði, auk...

category-iconLæknisfræði

Hver var Joseph Lister og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Joseph Lister, stundum kallaður faðir nútímaskurðlækninga, er einn af frumkvöðlum smitvarna. Hann var enskur skurðlæknir sem innleiddi nýjar aðferðir við sótthreinsun með notkun karbólsýru sem urðu til þess að umbreyta aðferðum í skurðlækningum á síðari hluta 19. aldar. Afrek hans lá í því að gera sótthreinsun að ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

category-iconSálfræði

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

category-iconHeimspeki

Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?

Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er raforka framleidd með heitu vatni (ekki gufu)?

Margir þekkja hvernig raforka er framleidd með gufu. Þá er varmaorka gufunnar látin hreyfa hjól í gufuhverfli eða túrbínu sem tengt er við rafal (e. dynamo, generator). Ef heita lindin er hins vegar vatn en ekki gufa þá er gufuþrýstingurinn ekki nægur til að framleiða raforku að neinu marki. Til dæmis er ekki tali...

Fleiri niðurstöður