Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1470 svör fundust

category-iconHagfræði

Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?

Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tve...

category-iconJarðvísindi

Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?

Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli. Ítarlegar upplýsingar um möguleikana má finna í nýlegri skýrslu sem tekin var saman 2023 á Veðurstofu Íslands. Í skýrslunni er hætta á Reykjane...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?

Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum?

Svarið sem hér fer á eftir er líka svar við spurningunni Hvað eru mörg lönd í heiminum? frá Berglindi Friðriksdóttur og Ólafi Heiðari Helgasyni og er litið svo á að land þýði sjálfstætt ríki. Þegar maður spyr hversu mörg sjálfstæð lönd eru í heiminum getur maður fengið ýmis svör og velta þau gjarnan á hagsmun...

category-iconStærðfræði

Er mengi rauntalna hlutmengi í mengi tvinntalna?

Svarið við þessari spurningu er já. Við skulum skoða af hverju. Tvinntala er tala sem skrifa má á forminu $z =x+iy$, þar sem $x$ og $y$ eru rauntölur. Talan $i$ er skilgreind þannig að $i^2 = -1$. Talan $x$ kallast raunhluti og $y$ þverhluti tölunnar $z$. Tvö sértilvik er vert að athuga. Ef $x = 0$ er $z = 0 +...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?

Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hægt að segja um hæstu tölu sem gengur upp í tiltekinni tölu, meðal annars ef hún er margfeldi tveggja frumtalna?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef p og q eru prímtölur og r = p ∙ q, er þá hæsta talan sem gengur upp í r rótin af r og það er þegar p = q?Hér er spurt um helstil margt í senn en við höfum reynt að greiða úr því. Fyrst er rétt að rifja það upp að frumtala eða prímtala er tala sem engin heiltala gen...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?

Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að segja um eðlisfræði skæra?

Skæri eru býsna snjöll uppfinning og skærin í kringum okkur eru margs konar ef að er gáð: Eldhússkæri, naglaskæri, fataskæri og svo framvegis. Og ef við hugsum okkur um sjáum við að ýmis áhöld sem við köllum klippur eru í rauninni náskyld skærum. Má þar nefna einfaldar grasklippur, trjáklippur, þakjárnsklippur og ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi?

Spurningin felur í sér að konur séu alls staðar kúgaðar í íslam, en slíkar alhæfingar eru varhugaverðar í ljósi fjölbreytileikans sem einkennir þessi fjölmennu trúarbrögð. Íslam er sprottið af sömu rótum og kristni og gyðingdómur, og skiptist í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Trúarbrögðin eru stunduð í ólík...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um að Jesús hafi dáið og fórnað sér fyrir okkur? Var það ekki fólkið sem ákvað að krossfesta hann?

Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi. Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beit...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?

Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...

Fleiri niðurstöður