Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5811 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?
Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?
Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...
Hvaða rannsóknir hefur Edward H. Huijbens stundað?
Edward H. Huijbens er landfræðingur og prófessor á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri. Þar er hann jafnframt formaður félagsvísinda- og lagadeildar. Rannsóknir hans hafa snúið að ferðamálum á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Sérstök áhersla þar hefur verið á hlutverk samgagna í mótun áfangastaða og á...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Einarsson rannsakað?
Páll Einarsson er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans. Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í hei...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir rannsakað?
Guðrún Jóhanna Stefánsdóttir er lektor við hestafræðideild Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Guðrún hefur stundað rannsóknir á hestum í rúm 20 ár. Aðalviðfangsefnið hefur verið á sviði þjálfunarlífeðlisfræði íslenska hestsins en einnig hefur hún rannsakað liti íslenska hestsins og fóðrun hesta. Í meistaranámi sínu í ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Örn Stefánsson rannsakað?
Sigurður Örn Stefánsson er prófessor í stærðfræði við Háskóla Íslands. Sigurður fæst við rannsóknir á svokölluðum slembinetum sem koma víða við sögu í líkanagerð en eru sömuleiðis áhugaverð frá hreinu stærðfræðisjónarhorni. Dæmi um hagnýtt verkefni þar sem notast er við slembinet eru rannsóknir á útbreiðslu sjú...
Hvað hefur vísindamaðurinn Arna Hauksdóttir rannsakað?
Arna Hauksdóttir er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beinast að áhrifum áfalla á heilsu og hefur hún unnið faraldsfræðilegar rannsóknir, til dæmis á áhrifum ástvinamissis, efnahagshruns og náttúruhamfara á líðan. Rannsóknir hennar á líðan fyrir og eftir efnahagshrunið 2008 gáfu meðal...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Sigurður Ingason stundað?
Árni Sigurður Ingason er framkvæmdarstjóri Grein Research, sprotafyrirtækis sem starfar á sviði efnistækni og er sprottið upp úr rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands. Fyrirtækið vinnur að því markmiði að brúa bil milli framleiðsluþekkingar og -aðstöðu annars vegar, bæði á Íslandi og erlendis, og íslensk iðnaðar h...
Hvaða rannsóknir hefur Helga Rut Guðmundsdóttir stundað?
Helga Rut Guðmundsdóttir er dósent í tónlist/tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa aðallega verið á sviði tónskynjunar og tónlistarþroska barna. Helga Rut er menntuð sem tónmenntakennari en lauk síðar meistara- og doktorsprófi í tónlistarmenntunarfræðum frá McGill-háskóla í Kanada....
Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?
Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastof...
Hvað hefur vísindamaðurinn Egill Skúlason rannsakað?
Egill Skúlason er prófessor í efnaverkfræði við Háskóla Íslands en þar stundar hann rannsóknir á efnahvötun á rafefnafræðilegum ferlum. Helstu rannsóknir Egils snúa að afoxun köfnunarefnis (N2) í ammóníak (NH3) og afoxun koltvíildis (CO2) í eldsneyti. Egill hefur einnig rannsakað efnahvörf sem eiga sér stað í r...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?
Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún ber ábyrgð á framhaldsnámi í þróunarfræðum og stundar rannsóknir á sviði mannfræði barna, heilsumannfræði og þróunarfræða. Í doktorsritgerð sinni lagði Jónína fram gögn frá Gíneu-Bissaú sem véfengja þá kenningu að...
Hvaða rannsóknir hefur Jón Ólafsson stundað?
Jón Ólafsson er prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Hann sinnir kennslu og rannsóknum á sviði menningarfræði við Íslensku- og menningardeild og í Rússlandsfræðum við Mála- og menningardeild. Jón er fæddur í Reykjavík 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1984 og BA-prófi...
Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?
Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...
Hver er munurinn á risasvartholi og venjulegum svartholum?
Vangaveltur um tilvist svarthola ná aftur til 18. aldar en það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að stjörnufræðingar byrjuðu að finna fyrstu vísbendingar um tilvist þeirra. Í dag eru ótal sönnunargögn fyrir tilvist svarthola sem hafa orðið eitt helsta viðfangsefni stjarnvísinda og kennilegrar eðlisfræði. En það...