Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?
Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...
Hvaða rannsóknir hefur Svanborg Rannveig Jónsdóttir stundað?
Svanborg Rannveig Jónsdóttir er dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúist um skapandi skólastarf, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, breytingastarf, námskrárfræði, leiðsögn meistaranema og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun. Doktorsritg...
Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?
María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...
Hvenær lýkur skák með jafntefli?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er tvípeð, frípeð og stakt peð í skák? Og hvað eru 6 mismunandi leiðir sem það getur verið jafntefli? Jafntefli í skák getur átt sér fimm mismunandi orsakir. Spyrjandi biður um sex orsakir, en sú sjötta var fjarlægð úr reglum leiksins árið 1965 þar sem hún getur í rau...
Er 666 tala djöfulsins?
Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...
Gæti verið að alheimurinn sem við lifum í sé bara eitt atóm í öðrum miklu stærri heimi?
Það er erfitt að hugsa sér að það gæti gilt um okkar alheim að hann væri aðeins eitt atóm í öðrum alheimi, að minnsta kosti ef við höfum í huga hinn hefðbundna skilning á hugtakinu atóm. Hugmyndin um atóm er venjulega kennd við grísku heimspekingana Demókrítos og Levkippos. Sá fyrrnefndi fæddist um 460 f.Kr. e...
Hverjar voru áætlanir Þjóðverja um að ráðast inn í Ísland í seinni heimsstyrjöldinni?
Adolf Hitler varð æfur þegar hann frétti að Bretar hefðu hernumið Íslandi þann 10. maí 1940 og gaf í kjölfarið foringjum sínum í þýska flotanum fyrirskipun um að undirbúa innrás. Skömmu síðar kynntu þeir fyrir honum hernaðaráætlunina Íkarus (þ. Fall Ikarus) sem byggðist á því að innrásarfloti myndi laumast framhjá...
Voru Tyrkjarán framin í öðrum löndum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er vitað um sambærilega atburði og Tyrkjaránið annars staðar í N-Evrópu? Tyrkjaránið á Íslandi 1627 var einstakur atburður í afmarkaðri sögu landsins en hann var ekki einstæður í heimssögunni. Slík strandhögg voru alvanaleg í nokkrar aldir við Miðjarðarhafið. Segja má ...
Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?
Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...
Hvernig er dýralífið í Bretlandi?
Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin NASA?
Skammstöfunin NASA er stytting á National Aeronautics and Space Administration. Í beinni þýðingu útleggst það Bandaríska flug- og geimvísindastofnunin en stofnunin er yfirleitt kölluð Bandaríska geimvísindastofnunin eða geimrannsóknastofnunin á íslensku. Saga þessarar merku vísindastofnunar, sem var stofnuð ári...
Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?
Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...
Fólk notar sögnina að jánka, má þá ekki nota sögnina að neinka?
Sögnin að jánka merkir 'játa einhverju (dræmt), segja já (með semingi)'. Um hana eru dæmi í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans allt frá því á 17. öld. Hún er einnig til í færeysku sem jánka og gjánka 'dragast á, hálflofa einhverju'. Ekki er vitað með vissu um upprunann. Giskað hefur verið á að sögnin sé blendingsm...
Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'?
Öll orðasamböndin þrjú eru líkingamál. Þegar einhver rotar rjúpur situr hann venjulega uppréttur og dottar. Við það missir hann höfuðið fram og minnir sú hreyfing á snöggt högg sem rjúpum var gefið þegar þær voru rotaðar. Sú veiðiaðferð mun lítið tíðkast nú. Sá sem dregur ýsur er líka hálfsofandi, dottar. Hann...
Hvar eru botndýr rannsökuð á Íslandi?
Botndýr eru rannsökuð á nokkrum rannsóknastofnunum á Íslandi. Helst má nefna Hafrannsóknastofnun en einnig fara fram rannsóknir við Háskóla Íslands. Leturhumar (Nephrops norvegicus) er dæmigert botndýr á mjúkum botni. Hann grefur sér djúp göng um botninn og dvelst í þeim langar stundir. Viðamesta vísindaver...