Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8510 svör fundust
Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?
Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...
Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju?
Á 19. öld varð mönnum ljóst að lofthjúpurinn hækkar meðalhita jarðarinnar. Vissar lofttegundir í lofthjúpnum breyta varmageislun frá jörðinni þannig að neðri hluti lofthjúpsins og yfirborð jarðar hlýna. Þessi áhrif eru nefnd gróðurhúsaáhrif, og án þeirra væri meðalhiti jarðar undir frostmarki. Vitað var að CO2 er ...
Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?
Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...
Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?
Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...
Hvernig dreifist aska lóðrétt um lofthjúpinn?
Stöðugleiki lofthjúpsins hverju sinni ræður mjög lóðréttri blöndun ösku og mengunarefna. Lofthjúpnum er skipt í hvolf, neðst er veðrahvolfið og veðrahvörfin ofan á því. Veðrahvörfin eru svo stöðug að aðeins öflugustu gos geta borið ösku upp í heiðhvolfið þar ofan við. Stöðugleiki í veðrahvolfinu skiptir því oft...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Menga eldfjöll meira en menn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...
Hvaða rannsóknir hefur Dagný Kristjánsdóttir stundað?
Rannsóknarsvið Dagnýjar Kristjánsdóttur eru íslenskar bókmenntir, íslensk bókmenntasaga, kvennabókmenntir, barnabókmenntir, bókmenntir og læknisfræði (læknahugvísindi), sálgreining og vistrýni. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Helstu rit Dagnýjar eru Frelsi og öry...
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu og uppruna úlfa?
Talið er að úlfurinn eins og við þekkjum hann í dag, hafi komið fram fyrir um 800.000 árum. Það mat byggir á steingervingasögu tegundarinnar. Fyrst skulum við fara nokkrar milljónir ára aftur í tímann. Talið er að hunddýr þau sem komu fram í Norður-Ameríku, til dæmis tegundir millistórra rándýra af ættkvíslunum Eu...
Hvaðan kemur vatnið sem veldur sprengingum í gígnum í Geldingadölum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt að það sé vatn sem gerir að verkum, að hraun spýtist með sprengingum úr gígnum í Geldingadölum! Er þetta „eldgamalt vatn“, eða eru þetta efnahvörf vetnis og súrefnis á leiðinni að yfirborði? Góð spurning, en vatn myndast aldrei í bráð með þessum hætti, efna...
Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?
Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...
Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?
Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...
Hvað er tilfinningagreind? Er hún mikilvæg?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig nýtist tilfinningagreind stjórnendum fyrirtækja? (Sigrún Grímsdóttir) Aðrir spyrjendur eru: Ingimar Guðmundsson, Davíð Þorgeirsson, Silja Baldursdóttir og Þórður Grímsson. Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til starf...
Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?
Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samf...
Hvað er UNIX?
Tölvur eru samansettar úr tveimur meginhlutum, vélbúnaði og hugbúnaði. Kjarninn í vélbúnaðinum er örgjörvinn sem sér um vinnslu vélbúnaðarins en aðalhugbúnaðurinn er stýrikerfið sem stýrir allri vinnslu örgjörvans og forrita. Langflestir nota tölvu með örgjörva frá Intel eða AMD og stýrikerfið Microsoft Windows. ...