Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?
Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...
Af hverju ætli Arnaldur Indriðason kalli nýjustu glæpasögu sína Myrká?
Bær í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu heitir Myrká eftir samnefndri á. Bærinn er alþekktur úr þjóðsögunni um djáknann á Myrká, sem birtist í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (I:270-272 (1961)). Myrká fellur eftir Myrkárdal sem gengur vestur úr Hörgárdal. Áin hefur grafið sér mjög djúpt gil fyrir neðan bæinn Myrkárda...
Hvaða dóm hlaut Sælokk í leikritinu Kaupmaður í Feneyjum eftir Shakespeare?
Feneyingurinn Bassaníó er ástfanginn af auðkonunni Portsíu og hyggst fara í bónorðsför til hennar en skortir fé. Hann leitar þá ráða hjá vini sínum Antóníó sem er kaupmaður í Feneyjum. Antóníó á ekki handbært fé en vill aðstoða vin sinn með því að taka lán, enda á hann von á skipum úr siglingum, hlöðnum varningi. ...
Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?
Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...
Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?
Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði...
Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?
Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons. Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...
Hvað eru fagleg vinnubrögð?
Oft fer best á því að svara svona spurningum með því að vísa í hversdagslegan skilning á hugtakinu. En nú ber svo við að hinn hversdagslegi skilningur er farinn að skolast til. Á síðari árum er til dæmis farið að tala um fagmennsku í einhvers konar yfirfærðri merkingu þegar vísað er til þess að fólk vinni einfaldl...
Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?
Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...
Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?
Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...
Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum ...
Hvað eru ristilpokar?
Ristilpokar (e. diverticulosis) eru litlir vasar, oft um 5-10 mm, sem myndast innan á ristilvegg. Oftast eru þessir pokar einkennalausir og margir sem eru með slíka poka vita ekki af því. Ristilpokar uppgötvast helst fyrir tilviljun nema ef í þá kemur sýking eða það fer að blæða úr þeim, en í alvarlegustu tilfellu...
Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?
Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...
Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
Litlahérað er nafn sem utanhéraðsmenn gáfu sveitinni sem nú kallast Öræfi, milli Skeiðarársands og Breiðamerkursands. Það gerðu þeir til að aðgreina hana frá Fljótsdalshéraði, en í munni heimamanna hét hún einfaldlega Hérað. Annað og enn eldra nafn á þessari sveit er Ingólfshöfðahverfi. Í byrjun 14. aldar vor...