Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1822 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var lífið hjá Þorsteini Egilssyni?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi hafi áhuga á að vita eitthvað um lífið hjá Þorsteini Egilssyni Skalla-Grímssonar sem er sögupersóna í Egils sögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu og um það fjöllum við aðeins hér neðst í svarinu. Að vísu gæti hann verið að spyrja um aðra Þorsteina Egilssyni, en um líf þeirra er líti...

category-iconDagatal vísindamanna

Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?

Pólski barnalæknirinn, uppeldisfræðingurinn og rithöfundurinn Henryk Goldszmit (1878-1942) er betur þekktur undir rithöfundanafninu Janusz Korczak. Hann var af gyðingaættum og ólst upp við velsæld í samheldinni lögfræðifjölskyldu. Korczak var einn af þeim barnalæknum, við upphaf 20. aldar, sem beittu sér fyrir ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru melatíglar og hvernig myndast þeir?

Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?

Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?

Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?

Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...

category-iconHagfræði

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?

Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...

category-iconHeimspeki

Er hægt að brjóta náttúrulögmál?

Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...

category-iconNæringarfræði

Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?

Upprunalega spurninginn var: Við hvaða tölur er miðað á fitu, salti, sykri og trefjum þegar vörur fá leyfi til að nota skráargatsmerkingu? Það er misjafnt eftir vöruflokkum hvaða viðmið gilda um innihald á þeim vörum sem merktar eru með Skráargatinu. Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig hljóða lögmál Keplers?

Lögmál Keplers eru þrjú talsins og lýsa hreyfingum reikistjarnanna í sólkerfinu okkar. Þau voru sett fram af þýska stjörnufræðingnum Jóhannes Kepler milli 1609 og 1619. Lögmálin voru nokkuð umdeild fyrstu áratugina eftir að þau voru sett og urðu ekki almennt viðtekin meðal vísindamanna fyrr en Isaac Newton tókst a...

category-iconNæringarfræði

Eru "diet"-vörur fitandi eða óhollar?

Það að segja vöru "diet" eða "létta" flokkast í reglugerð Hollustuverndar Ríkisins undir næringarfræðilegar fullyrðingar. Til að vöru megi merkja á þennan hátt þarf orkuinnihald í vörunni að vera að minnsta kosti 25% minna en í sambærilegri vöru. Það er svolítið erfitt að skilgreina orðið "fitandi". Orkuinntaka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru stýrigen og hvert er hlutverk þeirra? Hvert er nafn þeirra á ensku?

Stýrigen, sem oftar eru nefnd stjórngen, eru gen sem stjórna starfsemi annarra gena. Í reynd eru það prótínafurðir þeirra sem gegna stjórnunarhlutverkinu. Þær eru nefndar stjórnprótín eða stýriprótín. Þessi prótín tengjast kirnaröðum rétt fyrir framan upphaf gens og virðast hindra eða hvetja umritun þess, það er m...

Fleiri niðurstöður