Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3240 svör fundust
Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?
Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...
Hvaða rannsóknir hefur Henry Alexander Henrysson stundað?
Henry Alexander Henrysson er heimspekingur og aðjúnkt við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Hin síðari ár hefur hann sinnt rannsóknum á siðfræði, einkum hagnýttri siðfræði, og gagnrýninni hugsun. Sérsvið hans er einnig heimspekisaga og fjallar doktorsritgerð hans, Purposes, Possibilities and Perfection...
Hvað er hvatberi?
Hvatberi (e. mitochondrion) er frumulíffæri sem finnst í öllum heilkjarna lífverum. Hvatberar eru belglaga, um 0,5–1 μm, en stærð og lögun getur verið breytileg eftir frumutegundum. Þeir eru nægilega stórir til að sjást með ljóssmásjá og voru fyrst uppgötvaðir á 19. öld. Hvatbera er að finna í nánast öllum fr...
Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?
Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...
Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?
Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...
Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?
Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...
Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?
Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...
Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?
Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...
Hvað var skjálftinn 17. júní 2000 stór og hvað voru þeir margir?
Á vefsíðu Veðurstofunnar er eftirfarandi frétt:Jarðskjálfti Í Holtum (18. júní 2000) Í gær kl. 15:41 varð jarðskjálfti í Holtum, 9 km suður af Árnesi. Hann var 6,5 að stærð. Annar skjálfti varð kl. 15:42, 5,3 að stærð, 8,5 km austur af Þjórsárbrú.Þarna er líka kort af upptökum skjálftanna og fyrstu niðurstöður ...
Er það satt að fyrir allar náttúrulegar tölur k > 2 þá sé þversumma k í veldinu k oddatala?
Nei. Þetta gildir um tölurnar 3,4, ... ,11, en ekki um 12, 13, 14, og ekki heldur um margar fleiri tölur, til dæmis 16, 17 og 18. Sem dæmi má nefna að 12 í veldinu 12 er sama sem 8.916.100.448.256, sem hefur þversummuna 54. Ef þetta er skoðað fyrir tölurnar frá einum og upp í hundrað er erfitt að sjá nokkra reglu ...
Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?
Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...
Ef flugvél leggur af stað til Ameríku kl. 17:30 og lendir kl.17:30 er þá klukkan alls staðar 17:30 þar sem flugvélin flýgur yfir?
Svarið er bæði já og nei. Hægt er að haga flugi þannig að sólartími sé sá sami alla leið. Staðartími sem menn lesa af klukkum í flugvélinni eða á jörðinni fyrir neðan hana breytist samt um hálftíma til eða frá á leiðinni. Í raunverulegri flugvél er breytingin vafalaust meiri en svo enda er flugið þá ekki miðað ein...
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?
Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....
Hvenær fóru menn að leggja vörður á Íslandi og til hvers?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær voru vörður lagðar á Íslandi. Það er furðulega lítið af upplýsingum fáanlegar á netinu um vörður. Og ég er að velta því fyrir mér hversu gamlar elstu vörðunar eru. Hvenær við fórum að leggja þær og bara almennilega sögu tengd þeim. Aðrar spurningar um vörður:Vörður eig...