Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1815 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna fær fólk beinverki þegar það veikist?

Hér er einnig svarað spurningunum:Oft þegar við fáum flensu fylgja henni beinverkir. Hvað veldur þeim?Hvað eru beinverkir og hvað veldur sársaukanum? Beinverkir eru líklega í raun vöðvaverkir (e. myalgia). Þeir og önnur einkenni flensu stafa ekki beint af flensuveirunni sjálfri, heldur eru þau fylgifiskar þess a...

category-iconEfnafræði

Af hverju þarf að stilla efnajöfnur?

Í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu? kemur meðal annars eftirfarandi fram:Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina ...

category-iconVeðurfræði

Hver er munurinn á ísjaka og borgarísjaka?

Með borgarís eða borgarísjaka er einvörðungu átt við ís sem á uppruna sinn að rekja til jökuls á þurru landi. Þegar skriðjökull nær í sjó fram brotnar smám saman framan af jöklinum. Háreistur borgarís myndast þá og tekur að reka á haf út. Fyrr eða síðar brotnar borgarísinn og úr verða borgarbrot sem bráðna síðan í...

category-iconJarðvísindi

Hvað er mór og hvernig myndast hann?

Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir: Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða vífilengjur eru þetta?

Upprunalega spurningin var: Hvað þýðir orðið vífilengjur og hvaðan kemur það? Veit hvenær það er notað en hef áhuga á að vita hitt. Orðið vífilengjur (kvk.ft.) merkir ‘undanbrögð, fyrirsláttur’ og þekkist í málinu frá 16. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr biblíuþýðingu Guðbrands Þorlá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Jón oft kallaður Nonni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er einhver ástæða fyrir því að Jón er oft breytt yfir í Nonni? Eða er það bara útaf og engin sérstök ástæða Stuttnefnið Nonni hefur verið notað lengi um mann sem heitir Jón. Erfitt er að segja hversu lengi en að minnsta kosti virðist það hafa verið vel þekkt alla 19. öldina. Jó...

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðagigt og er hægt að lækna hana?

Orsakir þessa sjúkdóms eru óþekktar en hann er talinn stafa af flóknu samspili erfða og umhverfisþátta. Liðagigt (rheumatoid arthritis) er venjulega flokkuð sem sjálfsofnæmissjúkdómur en í slíkum sjúkdómum ræðst ónæmiskerfi líkamans gegn eigin frumum og skemmir þær. Sjúkdómurinn er langvarandi, nánast ólæknandi, o...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru nýrnasteinar og hvað veldur þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers vegna fær fólk nýrnasteina og hvers vegna leggjast þeir fekar á eldra fólk? Er einhver leið til að sporna við þeim? Nýrnasteinar eru einn af þeim sjúkdómum sem valda hvað sárustum verkjum. Erfitt er að bera saman verki en margir telja nýrnasteinaverki vera þá verstu sem...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?

Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...

category-iconFöstudagssvar

Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?

Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óski...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?

Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara. Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatns...

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðvarmi?

Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...

Fleiri niðurstöður