Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?
Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...
Hvers vegna þarf minna vatn í eggjasuðuvél eftir því sem eggin eru fleiri?
Spyrjandi hefur í huga eggjasuðuvélar sem hafa komið á markað á síðari árum og svo heppilega vill til að höfundur þessa svars á slíka vél og hefur hugsað út í þetta og rætt við fróða menn í kringum sig. En til fróðleiks fyrir lesendur sem hafa kannski ekki séð svona tæki er rétt að rifja upp grundvallaratriðin í n...
Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?
Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...
Finna skordýr til?
Hér er einnig svar við spurningunni:Hafa ormar tilfinningar? Öllum dýrum er lífsnauðsynlegt að skynja umhverfi sitt. Án skynjunar væri þeim voðinn vís þar sem þau gætu ekki skynjað hættur í umhverfinu og forðast þær. Jafnvel einföldustu dýrin, sem eru aðeins ein fruma (einfrumungar), skynja aðstæður í umhve...
Hvernig er dýralíf í Danmörku?
Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...
Hvað er grindargliðnun?
Á meðgöngu slaknar á liðböndum til þess að mjaðmagrindin geti gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar. Oftast finna konur ekki mikið fyrir þessum breytingum, en í sumum tilfellum geta þær orðið fyrir talsverðum og jafnvel miklum óþægindum í mjaðmagrindinni. Talað er um grindarlos eða grindargl...
Hvenær var gengið síðast fellt á Íslandi og í hvaða tilgangi var það?
Gengi íslensku krónunnar var síðast fellt 28. júní 1993, um 7,5%. Skýringin sem þá var gefin var að það þrengdi að útflutningsatvinnuvegum þjóðarinnar, sérstaklega sjávarútvegi. Talið var að samdráttur í fiskveiðum myndi draga aflaverðmæti saman um 6% á milli fiskveiðiára og auk þess hafði verð á erlendum mörkuðum...
Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina?
Allt of langt mál væri á þessum vettvangi að lýsa starfsháttum Alþingis að fornu. Í örstuttu máli má þó segja að þingið hafi starfað með tvennum hætti á tveimur ólíkum tímaskeiðum, meðan það sat á Þingvöllum. Á fyrra skeiðinu, frá því á fyrri hluta 10. aldar og fram á síðari hluta 13. aldar, var það sameiginleg...
Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?
Í heilanum eru kerfi samtengdra taugafrumna sem nefnast einu nafni tauganet (e. neural networks). Hægt er að lesa um virkni taugafrumna í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau? og í svarinu Geturðu útskýrt fyrir mér boðspennu í frumum? eftir Jón Má Halldórsson. ...
Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?
Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...
Hvers vegna eru ekki krákur á Íslandi?
Krákur tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae). Aðeins ein tegund hröfnunga verpir hér á landi en það er hrafninn (Corvus corax). Hrafninn verpir víða og hefur náð að aðlagast aðstæðum á norðlægum svæðum eins og á Íslandi og Grænlandi. Krákur eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en eru þó mjög algengir flækingar ...
Hvað olli Challenger-slysinu árið 1986 og hvernig litu geimfararnir út?
Geimferjan Challenger fórst hinn 28. janúar 1986, einungis 73 sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Challenger var þá í um 14 km hæð yfir jörðu og á næstum tvöföldum hljóðhraða, eða 2040 km hraða á klukkustund. Um borð í ferjunni voru sjö geimfarar; fimm karlar og tvær konur, þeirra á meðal Christa McAuliffe ...
Hvað gerist þegar olíu er dælt upp úr jörð?
Hér er einnig svarað spurningunum:Er einhverju dælt niður í stað þeirrar olíu sem kemur upp við dælingu? Hvað verður um allt það tómarúm sem myndast þegar að milljónum tunna af olíu er dælt upp á yfirborðið? Hefur olía einhvern tilgang neðanjarðar, þarf hún ekki að vera þar að einhverri ástæðu? Eða er hún algjör...
Hvaða dýr lifa á Suðurpólnum?
Dýralíf á Suðurpólnum er ekki sérlega fjölskrúðugt sökum erfiðra lífsskilyrða, svo sem mikils kulda. Þar lifa samt allnokkur dýr, bæði á landi og í sjó. Suðurpóllinn, eða Suðurskautslandið réttara sagt, er hvað þekktast fyrir að vera heimkynni mörgæsa. Almennur misskilningur er að þær lifi hvergi annars staðar...
Hvernig verða eldkeilur til?
Eldkeilur, en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll, myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir þv...