Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1117 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast hvítabirnir marga húna?

Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt. Birnur verða kynþroska...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju getur tónlist vakið tilfinningar sem eru stundum framandi?

Viðbrögð við tónlist, bæði tilfinningaleg og önnur, eru bæði almenn og persónubundin. Þau eru almenn í þeim skilningi að fólk með svipaðan bakgrunn lýsir tilfinningaáhrifum tónlistar á svipaðan veg, til dæmis sem dapurlegum, glaðlegum eða glæsilegum. Þau eru hins vegar jafnframt persónubundin og háð því hvernig vi...

category-iconEfnafræði

Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?

Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...

category-iconSálfræði

Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?

Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hverjar eru helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt er það á Íslandi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita um helstu orsakir heimilisofbeldis og hversu algengt það er hérna á Íslandi? Og hverjir gerendurnir eru og þolendur? Almenna hugmyndin um heimilisofbeldi er líkamlegt ofbeldi milli fullorðinna einstaklinga sem eru í sambúð eða deila heimili. Þess vegna er ein...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

category-iconLífvísindi: almennt

Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?

Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?

Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar. Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna kemur olíubrák á vatn?

Í fullri lengd var spurningin sem hér segir:Allir vita að þegar að olía blandast vatni þá kemur regnbogalituð brák á vatnið. Hvað veldur þessari brák og hversvegna er hún endilega regnbogalituð?Olía er eðlisléttari en vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar himnu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er einn hestur mörg hestöfl?

Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu. Hestafl er mælieining um a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru vináttutölur?

Allar tölur eiga sér nokkra deila, það er tölur sem ganga upp í þær. Talan sjálf og einn ganga upp í allar tölur og sumar tölur hafa marga deila. Dæmi um deila talna eru:3 – 1, 3 4 – 1, 2, 4 5 – 1, 5 6 – 1, 2, 3, 6 7 – 1, 7 8 – 1, 2, 4, 8 Ef talan sjálf er talin frá standa eftir eiginlegir deilar sem svo eru...

category-iconAnswers in English

Are portmanteau words frequent in Icelandic?

Portmanteau words are quite rare in Icelandic, and that kind of word formation is not a part of the regular way of making new words for the Icelandic vocabulary. I have asked quite many people, e.g. the lexicographers at the lexicographical department of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies and some ...

category-iconEfnafræði

Hvað er þvagefni?

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss. Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og ley...

Fleiri niðurstöður