Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7973 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var María Gaetana Agnesi og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

María Gaetana Agnesi fæddist í Mílanó þann 16. maí árið 1718, dóttir auðugra hjóna af menntamannastétt. Faðir hennar var prófessor í stærðfræði við háskólann í Bólogna. Á uppvaxtarárum Maríu stóð konum í Evrópu yfirleitt ekki menntun til boða, en á Ítalíu gegndi þó öðru máli. Þar í landi dáðu menn gáfaðar konur o...

category-iconHeimspeki

Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Thoroddsen og hvað skrifaði hann?

Jón Thoroddsen er þekktastur fyrir skáldsögur sínar Pilt og stúlku og Mann og konu, auk þess sem mörg ljóða hans eru vel þekkt, ekki síst þau sem sonarsonur hans Emil Thoroddsen gerði lög við, svo sem „Búðarvísur“, „Vögguvísu“ (Litfríð og ljóshærð) og „Til skýsins“, að ógleymdum ættjarðarljóðum á borð við „Ísland“...

category-iconHagfræði

Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?

Bókin sem gerði Thomas Malthus (1766-1834) frægan heitir Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (An Essay on the Principle of Population).1 Hún spratt af spjalli hans við föður sinn Daniel Malthus (1730-1800) um bók Williams Godwins (1756-1836),2 Rannsókn á pólitísku réttlæti (Enquiry Concerning Political Justice...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða eyðimerkur til?

Eyðimörk er þurrkasvæði þar sem engir varanlegir árfarvegir eru til staðar og þar sem gróið land telur ekki meira en 15% yfirborðsins. Á jörðinni eru eyðimerkur þar sem úrkoma er innan við 25 cm á ári að meðaltali. Úrkoma er þó ekki það eina sem ákvarðar þurrkasvæði og þar af leiðandi eyðimörk. Þurrkar eru líka há...

category-iconBókmenntir og listir

Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?

Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?

Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...

category-iconMálvísindi: almennt

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er fuglaflensa?

Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?

Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...

category-iconLífvísindi: almennt

Fellur súrt regn á Íslandi? Hvert er viðnám íslenskra vatna við því?

Súrt regn fellur þar sem regnið er blandað brennisteinssýru (H2SO4), saltpéturssýru (HNO3) og lífrænum sýrum. Þessar sýrur myndast við bruna á kolum og olíu og eru því mjög algengar þar sem iðnaður er mikill. Áhrifa súrs regns gætir aðallega á austurströnd Bandaríkjanna, á Bretlandseyjum, í Norður-Evrópu og í Suðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?

Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ef fluga er á mælaborði flugvélar og flýgur svo á loft, léttist flugvélin þá sem nemur þyngd flugunnar?

Svarið er nei, miðað við þann útbúnað á flugvélum sem algengastur er. Kraftarnir upp á við sem halda flugunni á flugi inni í flugvélinni koma frá henni og gagntakskraftar þeirra verka á flugvélarskrokkinn niður á við þannig að mæld þyngd flugvélarinnar sem heildar breytist ekki.Í kennslubókum er oft sagt frá vörub...

category-iconTrúarbrögð

Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?

Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið. Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar A...

Fleiri niðurstöður