Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1188 svör fundust
Hvað er langt frá Íslandi til Japan?
Milli Reykjavíkur og Tókíó eru 8820 kílómetrar stystu leið eftir yfirborði jarðar. Sú leið liggur ekki eftir breiddarbaugum eins og auðvelt er að láta sér detta í hug þegar horft er á kort. Stysta leið milli staða á jörðinni er alltaf eftir svokölluðum stórhring en það er hringur sem hefur miðju í miðju jarðar og ...
Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?
Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...
Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag. MGM Grand ...
Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...
Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?
Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...
Eru fiskar í Dauðahafinu?
Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli. Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem ...
Er hægt að búa til segulstál sem er kúlulaga og annað skautið snýr inn á við?
Það er ekki ljóst hvort spyrjandinn á við gegnheila kúlu eða hola að innan. Málefni segulmagnaðra efna eru verulega flókin, en sum meginatriði varðandi segla eru þó einföld. Meðal annars er ekki hægt að nota þá til að knýja eilífðarvélar því að þeir hlíta lögmálum aflfræðinnar, svo sem þriðja lögmáli Newtons um át...
Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?
Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...
Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?
Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...
Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?
Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...
Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?
Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...
Hvernig barst þekking um stærðfræði á milli menningarþjóða á miðöldum og hver var þáttur Araba í því?
Saga menningar og lista er oft talin skiptast í skeið. Á blómaskeiðum verða framfarir og nýir angar spretta upp. Síðan verður stöðnun. Ekki verður komist lengra við þær aðstæður sem viðfangsefnunum eru skapaðar. Hnignun getur orðið ef ráðist er að grunnstoðum samfélagsins, Blómaskeið grískrar menningar á sviði ...
Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru?
Það er óhætt að fullyrða að jafn stór gresjudýr og amerískur vísundur (Bison bison) ætti erfitt með að lifa á íslenskum heiðum inn til landsins. Helsta ástæðan fyrir því væri gróðurfarið sem hér er og jafnvel gróðurleysið. Í Norður-Ameríku eru gresjurnar sem vísundarnir lifa á ólíkt gróðursælli en hér, auk þess se...
Hversu löng er „langa hríð“?
Í heild hljóðaði spurninginni svona:Getur orðtakið „langa hríð“ vísað til margra ára eða jafnvel áratuga í nútímaíslensku? Væntanlega hefur þetta átt við um nokkra daga í mesta lagi. Orðið hríð hefur margar merkingar og meðal þeirra er merkingin ‘tímaskeið, stund, lota’. Það þekkist einnig í öðrum Norðurlandam...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...