Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1431 svör fundust
Til hvers nota pokadýr pokann sinn?
Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...
Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?
Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...
Svar: dvergagáta
Lausn: Lágvaxni maðurinn er of lítill til að ná upp í takkann sem sendir hann upp á 10. hæð í lyftunni. En þegar rignir hefur hann vitanlega regnhlíf með í för enda vill hann ekki verða rennandi blautur í rigningunni, eða jafnvel gengur í stígvélum eins og einnig kom fram í svörum lesenda. Þá notar hann auðvitað r...
Hvaða lög gilda á úthafinu?
Almennt er litið svo á að úthafið, svipað og geimurinn, sé svokölluð almenningseign. Á latínu er þetta nefnt res communes, en það merkir það sem öllum er sameiginlegt. Þetta á við um svæði eða rými sem eru utan yfirráðasvæða einstakra ríkja og eru öllum frjáls til umferðar og nota. Ekkert ríki á betri eða meiri ré...
Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...
Hversu kaldir eru jöklar?
Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...
Í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi í Grettis sögu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, í LXXVIIunda kapítula Grettis sögu má lesa um útlegð á þjóðveldistímanum. En í hvaða lögum finnum við þessi 20 ár sem afmarka dauða og frelsi? Fjalla-Eyvindur dugir ekki til, en engin svör í Grágás heldur. Hvað var fólk lengi í útlegð á miðöldum? Bestu kveðjur ...
Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...
Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfir...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ásdís Helgadóttir rannsakað?
Ásdís Helgadóttir er lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni rannsókna hennar hafa verið hönnun og beiting tölulegra aðferða fyrir hlutafleiðujöfnur, sérstaklega þeirra sem koma við sögu í varmaflutnings- og straumfræði. Oft er of flókið að leysa slíkar...
Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljós...
Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?
Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...
Getið þið sagt mér allt um hundakynið tosa inu sem er bannað á Íslandi?
Tosa inu (einnig kallað japanskur mastiff) er afbrigði sem upphaflega var ræktað sem bardagahundar í Tosa-héraði (sem í dag nefnist Köchi) á japönsku eyjunni Shikoku. Afbrigðið er frekar sjaldgæft en þetta eru einu hundarnir sem löglegt er að nota í hundaati í Japan í dag. Talið er að þetta ræktunarafbrigði haf...
Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...
Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...