Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5206 svör fundust
Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er uppruni orðsins kollur í merkingunni sæti? Á facebook-síðunni Skemmtileg íslensk orð var spurt um heiti á kýrhauskúpum sem voru notaðar sem mjaltasæti. Þar kom fram svar um að þær hefðu verið kallaðar kollar. Orðið kollur hefur fleiri en eina merkingu: ‘ávalur fjallshnú...
Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...
Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum?
Eins og alþjóð veit heldur kirkjan páska til að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigurhátíð í hugum kristinna manna og eru þeir raunar elsta hátíð kristninnar. Af þeim sökum kölluðu kirkjufeðurnir páskana Festum festorum eða hátíð hátíðanna. Sérhver sunnudagur er, frá sjónar...
Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér?
Iglur (Hirudinea) eru oft kallaðar blóðsugur á íslensku. Í raun er þó aðeins lítill hluti iglna sem tilheyrir ytri sníkjudýrum, en stór hluti þeirra rúmlega 600 tegunda sem lýst hefur verið lifir annars konar ránlífi. Flestar tegundir iglna finnast í ferskvatni en einnig lifa þær í sjó og einhverjar tegundir finna...
Hvers vegna er nafni barns haldið leyndu fram að skírn?
Skírn er ekki nafngjöf, heldur kristin trúarathöfn. Orðið skírn þýðir þvottur, hreinsun og að skilningi flestra kristinna manna er skírn athöfn þar sem Jesús Kristur tekur okkur að sér sem sín börn, hreinsar okkur og gerir okkur að þegnum í ríki sínu. Ríki Krists er sýnilegt í kirkjunni og þess vegna er skírnin lí...
Hvað er Falun Gong?
Falun Gong er andleg kínversk hreyfing sem var stofnuð af Li Hongzhi árið 1992. Kenningar Falun Gong eiga rætur sínar að rekja til búddisma, taóisma, siðakenningar Konfúsíusar og vesturlensku nýaldarhreyfingarinnar. Fylgjendur Falun Gong gera sérstakar líkamsæfingar og hafa að markmiði trúarlega og/eða andlega end...
Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?
Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...
Hverjir fundu upp handboltann?
Með góðum vilja er hægt að rekja sögu handboltans aftur í gráa forneskju. Þar er að finna ýmsa knattleiki sem kalla mætti fyrirrennara hans. Þessir fornu leikir líkjast þó allt eins fótbolta og körfubolta, eins og handbolta. Heimildir um knattleiki er að finna hjá Fornegyptum, í Ódysseifskviðu Hómers og í skrif...
Hvað getið þið sagt mér um snigla?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég vil fá að vita sem flestar tölulegar staðreyndir um snigla. Tegundir? Fæða? Æxlun? Einkenni? Sniglar (Gastropoda) eru af fylkingu lindýra (Mollusca) en í þeirri fylkingu eru meðal annars samlokur og kolkrabbar, svo nefndir séu kunnustu hópar lindýra. Sniglar eru langstær...
Hver var Henri Becquerel?
Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...
Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?
Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...
Hvað getið þið sagt mér um fléttur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...
Hvað getið þið sagt mér um Stephan G. Stephansson?
Ljóðskáldið Stephan G. Stephansson hét upphaflega Stefán Guðmundur Guðmundsson og fæddist árið 1853 á bænum Kirkjuhóli sem er rétt hjá Víðimýri í Skagafirði. Hann bjó við mikla fátækt og fluttist eftir fermingu norður í Þingeyjasýslu þar sem hann gerðist vinnumaður. Hann breytti nafni sínu þegar hann fluttist til ...
Hver er munurinn á Prússlandi og Þýskalandi?
Bæði þessi hugtök eiga sér langa sögu, en í grófum dráttum er munurinn sá að Prússland var eitt þeirra ríkja sem myndaði þýska keisaradæmið í byrjun árs 1871, en það er rótin að því sem við köllum nú Þýskaland. Prússland var reyndar upphaflega pólskt hertogadæmi, með Königsberg (sem nú heitir Kaliningrad og ti...
Var kókaín og áfengi í Coca-Cola þegar drykkurinn var fyrst búinn til?
Þegar Coca-Cola kom fyrst á markað árið 1886 var kókaín í drykknum, enda vísar fyrri hlutinn í heitinu til kókarunnans sem kókaín er unnið úr. Í drykknum var hins vegar ekkert áfengi. Blöð úr kókarunna höfðu áður verið notuð í víntegundir. Franski efnafræðingurinn Angelo Mariani setti vín á markað árið 1863. Þa...