Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1831 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hvenær dó heilagur Valentínus? Hverrar trúar var hann?

Heilagur Valentínus er nafn yfir tvo, eða jafnvel þrjá, píslarvotta í sögu kirkjunnar. Annar var rómverskur prestur og læknir sem varð fyrir barðinu á Kládíusi II, Rómakeisara, í ofsóknum hans á kristnum mönnum. Hinn var biskupinn af Terní á Ítalíu. Mögulegt er að sögurnar af þessum tveimur mönnum eigi uppruna sin...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast jarðolía?

Bæði jarðgas og jarðolía eru kolvetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, mynduð einkum úr leifum smásærra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar lífverurnar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerir maginn?

Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er hvítagull (white gold)?

Íslenska orðið hvítagull er aðallega notað yfir málminn platínu. Á ensku er white gold hins vegar efnið sem verður til þegar gulli (Au) og palladíni (Pd), nikkel (Ni) og/eða silfri (Ag) er blandað saman. Þegar það er gert hverfur gullni liturinn úr gullinu og það verður hvítt (eða silfurlitt) og þess vegna er...

category-iconLandafræði

Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt?

Blönduhlíð í Skagafirði er nefnd þegar í Landnámu þar sem Hjálmólfr nam land (Íslenzk fornrit I:234). Eina skýringin á nafninu er sú að núverandi Héraðsvötn hafi heitið Blanda. Það er óneitanlega sérkennilegt að Blönduhlíð skuli vera þar sem engin Blanda er nú en engin Blönduhlíð skuli vera við Blöndu í Austur...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...

category-iconFélagsvísindi

Hver var hugmyndafræði íhaldsstefnunnar og hverjir voru upphafsmenn hennar? Hvert var upphaf hennar og hverjar voru afleiðingarnar?

Íhaldsstefna í núverandi mynd var fyrst sett fram í riti Edmunds Burkes um frönsku stjórnarbyltinguna, Reflections on the Revolution in France, árið 1790. Burke lagði áherslu á þróun fremur en snögg umskipti, á reynsluvit kynslóðanna fremur en einstaklingsbundna skynsemi, á virðingu fyrir venjum og siðum fremur en...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Sahara, hvað eru mörg lönd þar og hversu mörg þjóðarbrot?

Sahara er stærsta eyðimörk heims, rúmlega níu milljónir ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 87 sinnum stærri en Ísland. Eyðimörkin nær yfir mestalla Norður-Afríku. Í Sahara rignir afar sjaldan, oftast ekki nema um 130 mm á ári og sumstaðar aldrei. Eyðimörkin er þess vegna að mestu leyti ógróin sandauðn. Hitasve...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?

Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess. Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km. Ef við ætluðum okkur...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar eru öll tunglsýnin geymd?

Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu. ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hverjir eru kostir og gallar þess að gera ensku að tungumáli mannkynsins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Hvaða kostir og ókostir eru við fleiri en eitt tungumál? Hvað heldur okkur frá því að hafa bara eitt mál fyrir alla jörðina? Endur fyrir löngu trúðu menn því að eitt mál hefði verið talað um alla jörðina. Í 11. kafla Fyrstu Mósebókar segir: Öll jörðin hafði eitt tungu...

category-iconLandafræði

Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi?

Punta Arenas á Brunswick-skaga í Chile er á 53°10′ S, 70°56′ V (les: 53 gráðum og 10 mínútum suður eða suðlægrar breiddar og 70 gráðum og 56 mínútum vestur eða vestlægrar lendar). Dunedin á Nýja-Sjálandi er hins vegar á 45°52′ S, 170°30′ A. Punta Arenas er því sunnar en Dunedin, en er þó e...

category-iconFöstudagssvar

Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?

Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...

category-iconLandafræði

Hvaða orð er rétt að nota um fólk frá tilteknum löndum? Er fólk til dæmis litháenskt eða litháískt?

Upprunalega spurningin var þríþætt og hljóðaði svona: Hvers lenskt er fólk frá Litháen, er það litháenskt eða litháískt? Hvað með fólk frá Filippseyjum, er það filippseyskt eða filippískt? Hvað kallast japanskt fólk, Japanir eða Japanar? Í mörgum tilfellum vefst það lítið fyrir fólki hvað kalla skuli íbúa ...

Fleiri niðurstöður