Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8319 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

category-iconJarðvísindi

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað var ísaldarjökullinn þykkur yfir Reykjavíkursvæðinu á síðasta jökulskeiði? Ísöld hófst fyrir 2,6 milljónum ára. Á því tímabili skiptust á jökulskeið þegar jökulís huldi landið og hlýskeið líkt og í dag þegar jöklar hylja einungis hálendasta hluta landsins. Síð...

category-iconHeimspeki

Hvernig verður framtíðin?

Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?

Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...

category-iconLandafræði

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?

Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?

Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...

category-iconFornleifafræði

Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?

Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum. Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er urðarköttur?

Orðið urðarköttur er stundum notað sem samheiti fyrir útigangskött eða villikött en í raun – eða samkvæmt þjóðtrúnni – er hann miklu hræðilegri skepna. Þar tilheyrir urðarköttur hópi óvættadýra á borð við skoffín, finngálkn, skuggabaldur og moðorm. Flest þessi furðudýr eru talin hafa orðið til á einhvern ónáttúrul...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvar er daglegur ÚF-stuðull eða UV-stuðull birtur?

ÚF-stuðull eða UV-stuðull er alþjóðlegur mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar frá sólinni á tilteknum stað á tilteknum degi. Skammstöfunin ÚF stendur fyrir útfjólublátt en enska hugtakið er 'ultra violet', skammstafað UV. Á íslensku eru báðar þessar skammstafanir notaðar og ÚF-stuðull og UV-stuðull er því þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er erfitt að læra?

Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað heldur sólkerfinu saman?

Þyngdarkrafturinn, sami kraftur og heldur okkur á jörðinni, heldur öllu sólkerfinu saman. Í svari við spurningunni Hvað veldur aðdráttaraflinu og hvers vegna er það mismunandi milli tungla og reikistjarna? segir: Samkvæmt þyngdarlögmáli Newtons er þyngdarkraftur milli tveggja hluta í beinu hlutfalli við mass...

category-iconHeimspeki

Hvaða merkingu hefur tabula rasa eiginlega í heimspeki?

Orðin tabula rasa eru latína og þýða óskrifað blað. Þau eru gjarnan notuð til þess að lýsa hugmyndum raunhyggjumanna um eðli mannshugans við fæðingu, það er að hugurinn sé eins og óskrifað blað sem reynslan fyllir út. Enska heimspekingnum John Locke er oft eignuð þessi orð en í riti sínu Ritgerð um mannlegan skiln...

category-iconHeimspeki

Hvenær varð grísk heimspeki til?

Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?

Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...

Fleiri niðurstöður