Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Hver er framtíðarstaða íslenskunnar ef kynhlutlaust mál verður ráðandi?
Íslenska er mjög kynjað mál, í þeim skilningi að öll fallorð málsins hafa eitthvert þriggja kynja – eru karlkyns, kvenkyns eða hvorugkyns. Kynið er fastur eiginleiki nafnorða þannig að hvert nafnorð er aðeins til í einu kyni (með örfáum undantekningum) en kynið er hins vegar beygingarþáttur í lýsingarorðum, fornöf...
Hvenær var smokkurinn fundinn upp?
Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. ...
Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?
Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næs...
Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?
Í söfnum Orðabókar Háskólans finnast engin dæmi um lýsingarorðið harðsvífinn. Leitað var í Ritmálssafni með dæmum úr prentuðum bókum, Talmálssafni og Textasafni með dæmum úr blöðum og bókum á tölvutæku formi. Líklegt er að slegið hafi verið saman orðunum harðsvíraður ‛harður, forhertur’ og ósvífinn ‛ós...
Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?
Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...
Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?
Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...
Hvernig varð fyrsta risaeðlan til?
Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Spurning Brynjars Arnar Reynissonar Hvað voru risaeðlutegundirnar margar og hvernig voru fyrstu risaeðlurnar? og spurning Dags Ebenezerssonar Hvað er búið að finna margar risaeðlutegundir? Risaeðlur (Dinosauria) teljast til skriðdýra (Reptilia) og eru flokk...
Hvað segir fyrsta lögmál Newtons?
Lögmál Newtons eru kennd við enska eðlis- og stærðfræðinginn Sir Isaac Newton (1642-1727). Þessi lögmál eru þrjú og öll aflfræði Newtons eða hefðbundin aflfræði er reist á þeim ásamt þyngdarlögmálinu. Fjallað verður um hin lögmálin í öðrum svörum hér á Vísindavefnum. Fyrsta lögmál Newtons hljóðar svo í þýðingu ...
Hvers vegna byrja unglingar að drekka?
Samkvæmt skýrslum SÁÁ mun láta nærri að 16% Íslendinga fari einhvern tíma ævi sinnar í gegnum vímuefnameðferð, eða nærri einn af hverjum 6. Þess utan er vitað að ekki leita allir sér hjálpar þótt þeir lendi í vanda af völdum vímuefnaneyslu, þannig að jafnvel er hægt að búast við að enn hærra hlutfall Íslendinga sé...
Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?
Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er h...
Af hverju er fugladrit hvítt?
Ólíkt spendýrum þá pissa fuglar ekki. Nýru þeirra vinna köfnunarefnissambönd úr blóðinu líkt og spendýr gera, en í stað þess að leysa nitursamböndin í vatni og losa út sem þvag eru nitursamböndin losuð út á formi þvagsýru. Þvagsýra hefur afar litla leysni í vatni þannig að hún gengur úr fuglum sem hvítt og seig...
Hvað er innkirtlakerfi?
Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...
Hver er munurinn á brjóstsviða og nábít?
Nábítur er ákveðið stig af brjóstsviða. Eins og fram kemur í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni Hvað er bakflæði? fáum við brjóstsviða þegar magasýrur flæða eða skvettast upp í vélinda úr maganum. Vélindað þolir illa svo sterkt, ertandi efni og við finnum fyrir bruna- eða sviðatilfinningu. Það kallas...
Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?
Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...