Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8088 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum?

Fyllri útgáfa spurningarinnar, nær frumgerðinni, er sem hér segir:Þegar Fíleas Fogg var að fara "umhverfis jörðina á 80 dögum" í skáldsögu Jules Verne, uppgötvaði hann í lokin að hann hefði grætt einn dag. Væruð þið til í að útskýra það betur?Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?

Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...

category-iconHugvísindi

Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja?

Saffó (6. öld f. Kr.) er langþekktasta skáldkona Forngrikkja. Gríska heimspekingnum Platoni þótti svo mikið til skáldskapar hennar koma að hann vildi gera hana að tíundu músunni, en svo nefndust gyðjur mennta og lista meðal Grikkja. Lögspekingurinn Sólon (um 630-560 f. Kr.) sem lagði grundvöll að aþenska lýðræðinu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru íþróttameiðsl algeng meðal barna og unglinga?

Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru íþróttameiðsl algeng og alvarleg meðal barna og unglinga? Ef svo er, í hvaða íþróttagreinum? Til þess að rannsaka tíðni meiðsla hjá börnum og unglingum í íþróttum þarf stórt úrtak úr mörgum greinum íþrótta. Slíkar rannsóknir hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi þannig...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju heitir bögglaberi þessu nafni?

Bögglaberi er grind á reiðhjóli, oftast aftan við sætið. Eins og nafnið bendir til á að nota hana til að bera böggla. Orðið böggull er smækkunarorð af 'baggi', og merkir þess vegna 'lítill baggi' eða 'pakki'. Af orðinu böggull er leidd sögnin böggla sem þýðir að 'kuðla' eða 'vöðla', en það á ágætlega við þegar ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er sólstingur?

Í svari Stefáns B. Sigurðssonar við spurningunni Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann? kemur fram að ef líkamshiti okkar (body temperature) hækkar er ástæðan yfirleitt of mikil varmaframleiðsla (of mikið um efnahvörf) eða að varmi (heat) berst inn í okkur frá umhverfinu. Líkaminn getur reynt að koma í ...

category-iconMannfræði

Hvenær varð hvíti maðurinn til?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvenær kom fram hvítur kynstofn tegundarinnar Homo sapiens og hvernig vildi það til?Einfalt og stutt svar við þessari spurningu er að erfðafræðilegur munur á hópum innan tegundarinnar Homo sapiens er óverulegur og því er enginn líffræðilegur grundvöllur fyrir skiptingu tegundar...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa plöntur á suðurpólnum?

Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautsland...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er rúmmál einingarkúlu?

Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru klínískar rannsóknir?

Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?

Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna dó flökkudúfan út?

Flökkudúfur (Ectopistes migratorius, e. Passenger Pigeon) áttu heimkynni sín í Norður-Ameríku. Varpstöðvar þeirra voru í skóglendi um mitt og austanvert Kanada og í austurhluta Bandaríkjanna en á haustin héldu þær í suðurátt, jafnvel alla leið til Mexíkó og Kúbu. Talið er að þegar Evrópumenn settust að í Norðu...

category-iconLögfræði

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...

Fleiri niðurstöður