Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8496 svör fundust

category-iconLandafræði

Eru Dimmuborgir friðlýstar?

Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. D...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri k...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?

Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð? Fyrir alllöngu datt mér í hug að ef að búið væri til samsett orð sem byrjaði á orðinu tungl og það væri í eignarfalli, þ.e. tungls þá væru þegar komnir fjórir samhljóðar, en það er alls ekki algengt. Ég gerði mér grein fy...

category-iconHagfræði

Hvað eru kúlulán?

Kúlulán (e. bullet loan eða balloon loan) eru ein tegund lána. Þau hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans. Stundum eru vextir greiddir reglulega á lánstímanum en einnig þekkjast kúlulán þar sem vöxtunum er bætt við höfuðstólinn og allt greitt í einu í lok lánstímans. Hu...

category-iconVísindavefurinn

Háskólalestin á Djúpavogi 2019

Háskólalestin fór á Djúpavog 24. og 25. maí og seinni daginn var haldin vísindaveisla á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Fjölmargir gestir gátu þar gert ýmsar tilraunir í efnafræði, skoðað undur eðlisfræðinnar og kynnt sér japanska menningu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur HÍ lagði einnig allmargar þrautir og gá...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi síðar meir á ákveðnu svæði með að slá hana nokkur skipti í röð á því svæði? Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er viðkvæm fyrir slætti á hásumri. Tilraunir voru gerðar fyrr á árum með að slá lúpínuna á mismunandi tímum frá vori til h...

category-iconTrúarbrögð

Hvað merkir táknið XP?

Íslenskar kirkjur eru almennt frekar snauðar af myndlist og trúartáknum. Þó má í mörgum þeirra sjá táknið í ýmsum útfærslum. Oft birtist það þá með alfa (Α) og ómega (Ω), fyrsta og síðasta bókstaf gríska stafrófsins sem algengt er að nota sem tákn fyrir upphaf og endi. Táknið sem um er rætt kallast oft c...

category-iconHagfræði

Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?

Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti enska nafnið Randall verið skylt íslenska nafninu Randalín?

Enska nafnið Randall er miðaldamynd nafnsins Randolf sem er sett saman af orðunum rand ‘brún á skildi, skjaldarrönd’ og wulf ‘úlfur’. Það missti snemma vinsældir sem eiginnafn en var tekið upp sem ættarnafn. Nú er það jafnt notað sem eigin- og ættarnafn. Nafnið Randalín var upphaflega dulnefni Áslaugar, dóttur ...

category-iconNæringarfræði

Eru virkilega sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hverjir eru súrmjólkurgerlarnir? Eru þeir þeir sömu og í AB-mjólk? Er verið að plata neytendur? Stutta svarið er einfaldlega: nei, það eru ekki ekki sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk. Súrmjólkurgerlarnir eru Lactococcus lactis og Leuconostoc mesenteroides og þeir eiga þ...

category-iconHagfræði

Hversu margir væru Íslendingar ef allar þessar hamfarir hefðu ekki gengið yfir okkur frá landnámi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver væri mannfjöldi á Íslandi í dag ef ekki hefðu verið allar þessar hamfarir, fjöldaflutningur fólks til útlanda, smitsjúkdómar o.s.frv., frá landnámi? I Það er freistandi að velta vöngum yfir spurningunni um hver fólksfjöldaþróun á Íslandi hefði orðið ef engin st...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru stýrivextir hér langt yfir meðaltali í Evrópu?

Alþjóðlegi greiðslumiðlunarbankinn (e. Bank of International Settlement, BIS) hefur tekið saman þróun stýrivaxta (e. policy rate) í allmörgum löndum.[1] Fyrsta færslan fyrir Ísland í þeim gagnagrunni er frá 31. mars 1998. Myndin hér að neðan sýnir þróun stýrivaxta í þeim Evrópulöndum sem eru í gagnagrunninum frá á...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?

Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?

Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...

Fleiri niðurstöður