Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8409 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar vefsíður á netinu?

Þessari spurningu má með réttu líkja við spurninguna Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? Þegar fengist er við þá spurningu má þó vera ljóst að sandkornin eru endanlega mörg en þegar rætt er um vefsíður er það ekki ljóst og raunar má segja að þær séu óendanlega margar. Síðustu ár hafa vinsældir forritunarmála á...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconHugvísindi

Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?

Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis sólhattur virki?

Sólhattur er náttúruvara, það er að segja hann flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til ...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?

Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til lýsing á gosinu í Eyjafjallajökli 1612?

Snemma á 17. öld kom tékkneskur ferðamaður, Daniel Vetter, til Íslands. Hann ritaði frásögn um ferð sína (sjá tilvitnun að neðan). Þar má finna ýmsan fróðleik um landið. Sumt er með nokkrum ólíkindum en annað mjög upplýsandi. Nákvæmt ártal heimsóknarinnar virðist fara eitthvað milli mála. Hér er engin afstaða t...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvenær og hvar er hámeri veidd? Hvaða veiðiaðferð er notuð?

Hámeri, Lamna nasus, hefur lengi verið veidd í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi af ýmsum þjóðum, þeirra á meðal Norðmönnum, Dönum, Færeyingum, Bretum, Frökkum og Spánverjum. Einnig hafa Japanir veitt hámeri í sunnanverðu Indlandshafi. Hámeri er mest veidd á flotlínu en einnig í flot- og botnvörpur, á han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eignast górilla marga unga yfir ævina?

Kvengórillur verða kynþroska um 7-8 ára gamlar og eignast venjulega sinn fyrsta unga þegar þær eru um 10 ára. Rannsóknir sýna að þær eignast unga á um það bil fjögurra ára fresti, þar sem unginn sem fyrir er, þarf að vera hættur á spena áður en nýr kemur til sögunnar. Þar sem villtar górillur ná vart meira en 35 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða strik er átt við þegar menn ná sér á strik?

Orðasambandið að ná sér á strik merkir ‘takast eitthvað eftir að áður hafði illa gengið’. Það er þekkt frá fyrri hluta 20. aldar. Strik merkir þarna ‘stefna’. Hugsanlegt er talið að það tengist því þegar menn sigldu eftir áttavita og ákveðinni stefnu var náð. Í Mergi málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006:846)...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru forfeður Trójumanna?

Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar torrent?

Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þ...

category-iconVeðurfræði

Hvernig stendur á því að veðurmunur er svona mikill á milli svæða á jafnlitlu landi og Íslandi?

Munur á veðri eftir landshlutum ræðst að miklu leyti af fjöllum og hálendi Íslands, en afstaða lands og sjávar, hnattstöðumunur og fleira hefur einnig áhrif. Vindátt og stöðugleiki loftsins ráða mestu um úrkomu- og skýjamyndun. Úrkoman er að jafnaði mest í þeim landshluta sem er áveðurs hverju sinni, það er að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var bókstafurinn 'é' tekinn upp í íslensku í stað 'je' og af hverju er 'je' enn notað í ýmsum orðum?

Bókstafurinn é var notaður í mörgum elstu handritum frá um 1200 og fram á 14. öld til þess að tákna lengd sérhljóðs. Bókstafurinn é fékk síðar framburðinn íe og síðar je og á 14. öld er farið að skrifa ie í stað é. Sú venja hélst ærið lengi. Eggert Ólafsson skrifaði stafsetningarreglur árið 1762 þar sem hann mælti...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?

Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“....

Fleiri niðurstöður