Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3193 svör fundust
Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið?
Þjórsárhraun er plagíóklas-dílótt basalt sem gaus úr 20–30 km langri gossprungu í Veiðivatnasveimi Bárðarbungukerfis fyrir ~8700 árum og rann um 130 km til sjávar milli Þjórsár og Ölfusár.[1][2] Þótt það komi sennilega ekki þessu máli við, þá kristölluðust plagíóklas-dílarnir, sem einkenna hraunið, ekki úr bráðin...
Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?
Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...
Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?
Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...
Getur fóstur í móðurkviði gefið frá sér hljóð?
Fóstur í móðurkviði þroskast innan í líknarbelgnum sem er fullur af legvökva og er staðsettur inni í legi móðurinnar. Fóstrið þroskast því inni í vökvafylltu rými þar sem loft kemst ekki að. Loftskipti fóstursins fara fram í gegnum blóðrás móður, en þaðan fær það einnig næringu sína. Raddböndin byrja að þroskas...
Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?
Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt. Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkur...
Hvað ár byrjuðu forvarnir gegn tóbaksnotkun á Íslandi?
Ein elsta og frægasta viðvörun við tóbaksnoktun á Íslandi er kvæði séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) „Tóbak róm ræmir …“1 og umvandanir séra Stefáns Ólafssonar í Vallarnesi (um 1619 – 29. ágúst 1688) sem segir í upphafi Tóbaksádeilu sinnar um 1640 „Læðst hefur inn í landið hrak, lýðir kalla það tóbak.“ Fá...
Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög? Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga ...
Hverjar eru helstu tegundir jarðskjálftabylgna?
Jarðskjálftabylgjur skiptast í tvo aðalflokka. Annars vegar eru svokallaðar rúmbylgjur sem skiptast aftur í P-bylgjur og S-bylgjur. Báðar þessar tegundir ferðast um allt fast efni jarðar og P-bylgjur auk þess um vökva svo sem bergkviku og vatn. Hinn meginflokkurinn nefnist yfirborðsbylgjur. Þær halda sig að mestu ...
Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lútherskri?
Túlka má muninn á kaþólskum sið og lútherskum svo að trú hins lútherska sé huglæg – ósýnileg – og undir honum einum komin en trú kaþólskra sé að nokkru hlutlæg – hún sést – er fólgin í réttum verkum. (Trúaður lútherskur maður vinnur þó rétt verk, en hann dæmist ekki af þeim og trú hans ræðst ekki af þeim.) Þetta e...
Hvað er taugaveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann? Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heiti...
Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....
Hvernig eru jólin haldin í Bretlandi?
Við sendum þessa spurningu til mannfræðings sem hefur dvalist á Bretlandi í nokkur ár. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir hefur hann gert ýmsar athuganir á umhverfi sínu og lýsir niðurstöðum þeirra á skemmtilegan og umhugsunarverðan hátt hér á eftir. Hins vegar þarf að hafa í huga að hann er fyrst og fremst að lýsa...
Eru leðurblökur á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru leðurblökur á Íslandi? Hafa leðurblökur sést eða fundist á Íslandi?Leðurblökur tilheyra ættbálkinum Chiroptera og skiptast í tvo undirættbálka, annars vegar flughunda eða stórblökur og hins vegar smáblökur sem eru hinar eiginlegu leðurblökur (Microchiroptera). Alls eru þ...
Hvort mengar umhverfið meira: Að sigla á fraktskipi eða fljúga flugvél yfir Atlantshafið?
Bruni eldsneytis veldur loftmengun þar sem hann myndar heilsuspillandi rykagnir og gastegundir ásamt gróðurhúsalofttegundum. Magn myndefnanna fer aðallega eftir magni eldsneytisins en einnig eftir eldsneytisgerð, í hvernig vél það er brennt, hvernig vélin er keyrð og við hvaða aðstæður. Fraktskip sem siglir ti...
Getið þið sagt mér allt um hrúðurkarla?
Hrúðurkarlar eru öllum fjöruförum að góðu kunnir enda með mest áberandi dýrum í fjörum hérlendis. Það sem öllum er kannski ekki ljóst er að hrúðurkarlar eru krabbadýr (Crustacea) líkt og til dæmis krabbar, humrar, rækjur og margfætlur. Hrúðurkarlar eru flokkaðir innan hóps skelskúfa (Cirripedia) og eru sennile...