Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8088 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp umferðarljósin?

Yfirleitt er talið að breski verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn John Peake Knight (1828-1886) hafi fundið upp umferðarljósin. Knight var frá borginni Nottingham á Englandi. Hann fór ungur að starfa við járnbrautir og vann mikið að því að bæta öryggi og gæði járnbrautasamgangna. Hans er þó helst minnst sem upp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr eru sævespur, eru þær mjög eitraðar?

Sævespur (Cubozoa) tilheyra fylkingu hveldýra eða holdýra (Cnidaria) líkt og kóraldýr (Anthozoa) og marglyttur (Scyphoza). Á ensku er þessi hópur hveldýra kallaðar 'box jellyfish' vegna teningslaga forms möttulsins. Sævespa (Chironex sp.) Nokkrar tegundir sævespa framleiða afar öflugt eitur. Þekktust þessara...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort hafa menn fætur eða lappir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvort er rétt, að menn séu með fætur eða lappir? Margir standa fastir á því að einungis skepnur hafi lappir og mannfólkið fætur. Ef tekið er mið af því að svo sé rétt - er þá ekki orðanotkunin vinsæla „að standa í lappirnar“ frekar furðuleg málnotkun? Samkvæmt Íslenskri...

category-iconUnga fólkið svarar

Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á líka að skrifa Sól og Tungl með stórum staf þegar rætt er um okkar sól og okkar tungl? – samanber svar við spurningunni Á að skrifa Jörð eða jörð? Orðið tungl er notað um fylgihnött jarðarinnar en einnig almennt um fylgihnetti reikistjarna, til dæmis Mars hefur tv...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru vínber raunverulega ber?

Spurningin í fullri lengd hljómaði svona: Eru vínber raunverulega ber? Á íslensku inniheldur orðið vínber augljóslega ber en yfirleitt er það ekki þannig í erlendum tungumálum. Síðan er mjög mismunandi eftir því hvar maður leitar hvert svarið við þessari spurningu er. Auk þess hef ég tekið eftir því að það er mi...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu, en Valdimar hefur birt yfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þyngra en tárum taki?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu? Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala dom...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásgrímur Angantýsson rannsakað?

Ásgrímur Angantýsson er dósent í íslenskri málfræði við Kennaradeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa aðallega beinst að breytileika í setningagerð og samtímalegum samanburði íslensku og skyldra mála, ekki síst færeysku. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á innlendum vettvangi og í alþjóðlegum ritrýndum tímar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Gísli Jónsson stundað?

Jóhannes Gísli Jónsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rannsóknir á setningafræði og innan hennar hefur hann glímt við ýmis viðfangsefni sem tengjast nútímaíslensku, færeysku, íslensku táknmáli og forníslensku. Allar þessar rannsóknir taka mið af beinum eða óbei...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Steinunn Helga Lárusdóttir stundað?

Steinunn Helga Lárusdóttir er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er menntastjórnun. Hún hefur, ásamt tveimur samstarfsmönnum, rannsakað störf skólastjóra við grunnskóla í aldarfjórðung. Þessar rannsóknir veita meðal annars innsýn í það hvernig skólastjórar í grunnskólum verja tíma sínu...

category-iconLæknisfræði

Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Stefanía P. Bjarnarson stundað?

Stefanía P. Bjarnarson er dósent í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur á ónæmisfræðideild Landspítala. Viðfangsefni hennar eru af ýmsum toga, en hafa frá upphafi einkum beinst að ónæmiskerfi nýbura og þróun leiða til að efla svörun þeirra við bólusetningum. Strax að loknu B.Sc.-prófi í samei...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?

Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl. Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf þ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efn...

Fleiri niðurstöður