Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Er sannleikurinn alltaf sagna bestur?

Spurningin tengist augljóslega uppeldismálum, samanber spurninguna hvort það sé siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til. Þorsteinn Gylfason skilgreindi sannleika einu sinni í fyrirlestri þannig að „sannleikurinn sé sá sem við kennum börnum okkar að segja“1. Sannleikurinn er líklega ætíð sagn...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.[1] Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar.[2] Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmy...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconJarðvísindi

Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?

Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?

Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?

Upprunalega hljóðaði spurningin svo:Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma? Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve h...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?

Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?

Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?

Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...

category-iconNæringarfræði

Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...

category-iconVeðurfræði

Hvað er gegnumtrekkur?

Vindur er loft á hreyfingu. Misjafn loftþrýstingur er langalgengasta ástæða þess að vindur kviknar, þrýstingurinn er ekki sá sami á einum stað og öðrum. Ástæður þrýstimunarins geta verið býsna margslungnar, en vindurinn verður til þegar loft fer að streyma frá hærri þrýstingi í átt að þeim lægri. Það tekur tíma og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?

Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?

Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?

Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddarg...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er E. coli?

Enterohemoragísk E. coli (EHEC) sýking orsakast af Escherichia coli (E. coli) bakteríu, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis (e. toxin) og á það sök á mörgum skaðlegum einkennum sýkingarinnar. EHEC-sýkingar hafa ekki verið stórt vandamál hérlendis en þónokkuð hefur borið á þeim í nágrannalöndum okkar. Uppruna ...

Fleiri niðurstöður