Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3449 svör fundust
Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?
Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...
Ef eineggja tvíburarsystur eiga börn með eineggja tvíburabræðrum, verða börnin þá alveg eins?
Eineggja tvíburar eru eins erfðafræðilega því þeir fengu afrit af sömu genum frá föður og móður. En þegar þeir fara að mynda kynfrumur munu litningar og gen foreldranna raðast handahófskennt í kynfrumur þeirra. Menn hafa 23 litningapör þannig að litningarnir munu stokkast upp í mjög margar samsetningar í hverri ky...
Hvað þýðir eiginlega kumpáni?
Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...
Kemur alltaf stór stafur á eftir upphrópunarmerki í texta?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ef notað er orðasambandið „og sjá“ sem upphrópun, þarf væntanlega að koma upphrópunarmerki á eftir. Þarf þá að setja stóran staf í byrjun næsta orðs? Þessari spurningu er einfaldast að svara með því að birta stuttan texta úr afar gagnlegu rafrænu riti eftir Jóhannes B....
Hvað er skák?
Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er jafnframt skyld listunum. Spurningin um list eða íþrótt snýst í rauninni ekki um "annaðhvort / eða" heldur svarar hver skákmaður henni fyrir sig, enda er ánægja ólíkra manna af skák innbyrðis mismunandi. Við ræðum þessi atriði nánar hér á eftir. Skákmenn e...
Er hægt að nota óendanleika tímans til að sanna að við getum ekki verið til?
Mannshugurinn á erfitt með að kljást við spurninguna um endanleika eða óendanleika, hvort sem átt er við tímann eða rúmið, það er að segja hvort tíminn sé óendanlegur eða hafi átt sér upphaf og hvort rúmið sé óendanlegt eða endanlegt og eigi sér þá ef til vill einhver ytri mörk. Báðir svarskostirnir um hvorttveggj...
Hvað er keilusnið?
Keilusnið (e. conic sections) kallast þeir ferlar sem fást þegar keila er skorin með plani eða sléttu. Venja er að byrja með tvöfalda keilu eins og sýnd er á myndinni hér til hliðar. Keilusnið eru flokkuð í þrjá flokka: sporbauga (enska ellipse), fleygboga (enska parabola) og gleiðboga (enska hyperbola, stundum lí...
Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?
Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...
Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?
Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...
Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?
Hægri og vinstri eru orð sem við notum yfir afstöðu hluta í umhverfinu til líkama okkar. Í Íslenskri orðabók (ritstjóri Árni Böðvarsson) segir um orðið hægri í þessari merkingu: ‘um þá hlið líkamans þar sem hjartað er ekki: h. fótur, h. hönd; um átt eða stefnu sem miðast við hægri hlið líkamans’. Vinstri er svo á ...
Hvað er allsherjarregla, hvar er hún skilgreind og hver er það sem skilgreinir hana á hverjum tíma?
Víða er í lögum vísað til allsherjarreglu, ekki síst í mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Er þá sagt að löggjafanum sé heimilt að takmarka mannréttindin í þágu allsherjarreglu. Þannig segir í 63. grein stjórnarskrárinnar að allir eigi rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hv...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...
Hvað er vitað um ferjumanninn Karon í grískri goðafræði?
Samkvæmt grískri goðafræði var Karon ferjumaður sem flutti sálir látinna yfir fljótið Akkeron til undirheima, stundum sá hann um að ferja hina dauðu yfir fljótið Stýx. Til forna tíðkaðist það að setja pening undir tungurót látinna til að þeir gætu greitt Karoni ferjutoll. Þeir sem höfðu ekki fengið tilhlýðilega...
Hvernig starfar boðskiptakerfi líkamans?
Boðskiptakerfi líkamans er tvíþætt. Í taugakerfinu fer boðflutningur fram með taugaboðum sem framkalla hnitmiðaðar og hraðvirkar svaranir en svonefnt innkirtlakerfi notar efnaboð til stjórnunar. Efnaboðin eru hægvirkari en taugaboð en engu að síður mikilvæg. Líkja mætti þessum tveimur stjórnkerfum við símhring...