Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað greiðir ríkissjóður mikið á ári til landbúnaðar á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað greiðir ríkissjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi? Í aðdraganda og kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust stjórnvöld víða um heim að standa frammi fyrir matarskorti. Tollar á landbúnaðarafurðir voru hækkaðir í þeirri v...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er uppruni sólkerfis okkar?

Sólkerfið okkar byrjaði að myndast fyrir tæpum fimm milljörðum ára, þegar geysistórt gas- og rykský tók að falla saman. Er þrýstingur jókst í skýinu myndaðist frumsól í miðju þess og í efnisdisk umhverfis hana mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Fjallað er í rækilegra máli um uppruna sólkerfisins og reikistja...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?

Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni...

category-iconFélagsvísindi

Hvað kostar gull?

Heimsmarkaðsverð á hreinu gulli þegar þetta er skrifað, í febrúar 2002, er um 29.600 krónur hver únsa eða um 950 þúsund krónur hvert kíló. Smásöluverð er mismunandi en þó vitaskuld alltaf eitthvað hærra en þetta. 220 kg gullklumpur sem finna má á safni í Taiwan, Kína. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað e...

category-iconLífvísindi: almennt

Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?

Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig flokka Gyðingar rit Gamla testamentisins?

Gyðingar flokka rit Gamla testamentisins í lögmálið, ritin og spámennina. Lögmálið er Mósebækurnar fimm, ritin eru söguritin, spekiritin og sálmarnir og loks eru það spámannaritin. Hjá Gyðingum nýtur lögmálið (torah) mestrar hylli og helgi. Gyðingar tala raunar ekki um „Gamla testamentið.“ Það er kristið hugtak...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur orðið unglingur inn í málið?

Samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans er unglingur 17. aldar orð og er elst dæmi í safninu úr Grobbíansrímum sem eignaðar hafa verið Guðmundi Erlingssyni en einnig öðrum höfundum. Þar stendur: En unglingur af óvananum ei vill láta lítt gegnandi boði blíðu en bitur varð af reiði og stríðu. Aðalsteinn Eyþórs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru Sunnlendingar svona linmæltir?

Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið kannað hvers vegna sú þróun varð að bera fram lokhljóðin p, t, k í innstöðu á eftir löngu sérhljóði, sem á norðanverðu landinu eru fráblásin harðhljóð, sem órödduð linhljóð [b, d, g] annars staðar. Harðmælisframburðurinn er talinn eldri í málinu, en linmælið hefur só...

category-iconLæknisfræði

Hvað er liðmús?

Liðmús (e. joint mouse) er aðskotahlutur í liðholi, einkum í hné eða olnboga. Oftast er um að ræða brjósk- eða beinörðu sem hefur losnað við sköddun á liðnum, til dæmis við slys eða vegna slitgigtar. Lesa má um slitgigt í svari Magnúsar Jóhannssonar við spurningunni: Hvað er slitgigt? Liðmús veldur því oft að...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verða norðurljós til?

Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sa...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað bendir til þess brennan í Njálu sé sönn?

Það hefur oft verið grafið á Bergþórshvoli og þar hafa fundist brunarústir. Svo virðist sem bærinn á staðnum hafi brunnið nokkrum sinnum og þess vegna er er alls ekki ólíklegt að bruninn í Njáls sögu hafi í raun og veru átt sér stað. Hægt er að lesa meira um Njáls sögu á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:...

category-iconLandafræði

Hver er stærsti kaupstaður á landinu?

Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve lengi lifa ernir?

Erfitt getur verið að meta aldur dýra í náttúrunni. Þó er staðfest að haförn (Haliaeetus albicilla) nokkur sem búsettur var í Finnlandi náði rúmlega 25 ára aldri. Nokkur staðfest dæmi eru um að villtir skallaernir (Haliaeetus leucocephalus) í Norður-Ameríku hafi orðið rúmlega 28 ára gamlir, en skallaernir í ha...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna hafa fiskar engin augnlok?

Augnlokin á okkur viðhalda raka í augunum með því að dreifa táravökva um þau. Einnig verja þau augun fyrir ryki og ljósi. Fiskar hafa enga þörf til að bleyta augun í sér þar sem þeir lifa í vatni. Þess vegna hafa þeir engin augnlok en þær dýrategundir sem hafa numið land hafa smám saman þróað með sér augnlok. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð sjórinn til?

Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni "Hvaðan kom hafið?" er talið að sjórinn hafi að langmestu leyti orðið til úr gosgufum eldgosa í gegnum 4500 milljón ára sögu jarðar. Sumir vísindamenn telja jafnvel að hluti hafsins á jörðinni hafi líka komið með stórum halastjörnum, sem nóg va...

Fleiri niðurstöður