Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4463 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?
Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu ...
Hver er munurinn á blóði froska og manna?
Blóð gegnir mjög mikilvægu hlutverki þar sem það sér um að koma súrefni til vefja líkamans og losa þá við koltvíildi (einnig nefnt koltvíoxíð) þannig að þeir geti starfað eðlilega. Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. En lífverur hafa ekki allar eins blóð. Helsti munurinn á blóði froskdýr...
Hver er stærsti snigill í heimi?
Stærsti snigill í heimi er stórvaxinn sjávarsnigill sem nefnist Syrinx aruanus á latínu. Enska heitið er ‘Australian trumpet shell’ og á íslensku gæti hann þess vegna kallast ástralskur trompetsnigill. Trompetsnigillinn getur náð allt að 78 cm lengd og vegið tæp 20 kg. Snigillinn finnst aðallega undan strönd...
Hvernig myndaðist jörðin?
Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans st...
Hvað þýðir orðið kaldaljós?
Orðið kaldaljós þekkist í fornu máli aðeins sem viðurnefni Kolbeins Arnórssonar kaldaljóss. Viðurnefnið kaldaljós kemur fyrir í Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala en í báðum er hann einnig nefndur Staðar-Kolbeinn. Hans er einnig getið í biskupa sögum. Hvergi kemur fram hvernig Kolbeinn fékk viðurnefni sitt. ...
Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?
Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru: Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi. Fjöldi í hverri kynslóð. Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulu...
Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?
Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...
Hvernig er nýr páfi valinn?
Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Við fráfall páfa koma kar...
Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...
Hver var William James og fyrir hvað er hann helst þekkur?
William James (11. janúar 1842 − 26. ágúst 1910) er meðal áhrifamestu hugsuða Bandaríkjanna og er þá einkum horft til skrifa hans um sálfræði, trúarbragðafræði og heimspeki. Merkustu rit hans á þeim fræðasviðum eru The Principles of Psychology, tvö bindi (1890), The Will to Believe (1897), The Varieties of R...
Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?
Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...
Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?
Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...
Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?
Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...
Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks?
Geislun frá þráðlausu Interneti (e. WiFi) er á formi útvarpsbylgna, rétt eins og sjónvarps- og útvarpsútsendingar og bylgjur farsíma. Útvarpsbylgjur eru ein tegund rafsegulbylgna. Með því að senda gögn þráðlaust á milli tölva losna menn við umstang sem fylgir snúrum og köplum. Þráðlausar gagnasendingar á milli töl...