Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2837 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru Íslendingasögurnar skáldskapur eða voru hetjur þeirra raunverulega til?

Í heild hljóðuðu spurningarnar svona: Teljast Íslendingasögurnar til skáldverka eða eru hetjur þeirra, s.s. Grettir sterki, Gunnar á Hlíðarenda og Gísli Súrsson, raunverulegar persónur sem sannanlega voru til? Eru Íslendingasögurnar sögulegar heimildir eða eru þær skáldskapur? Einfaldast er að skilgreina Ís...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur fitusprenging á mjólk?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða mjólkurvörur eru fitusprengdar?Er rjómi fitusprengdur? Er rjómi sem notaður er í smjör fitusprengdur? Lesa má um fitusprengingu og hvernig hún virkar í mjólkurafurðum í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd? og eru lese...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru sum hraun svört en önnur rauð?

Rautt gjall, til dæmis í Rauðhólum við Reykjavík og í Seyðishólum í Grímsnesi, þiggur lit sinn af smásæjum kornum af steindinni hematíti (blóðsteini, Fe2O3) sem er oxíð af þrígildu járni (Fe3+). Í basaltbráð er tvígilt járn (Fe2+) yfirgnæfandi og við kólnun og kristöllun binst þrígilda járnið því tvígilda og mynda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt núll gráður en ekki núll gráða?

Þegar nafnorð stendur með tölunni núll, sem helst er í dæmum eins og (hiti) núll gráður, er nafnorðið alltaf haft í fleirtölu – við segjum ekki (hiti) *núll gráða. Þetta kann að virðast sérkennilegt og jafnvel órökrétt og ástæðan liggur ekki alveg í augum uppi, en gefur tilefni til vangaveltna um stöðu og hlutverk...

category-iconFornfræði

Hafa rit Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð?

Spurningin í heild var: Hafa skrif Platons og Aristótelesar verið útbreidd og þekkt frá því þau voru skrifuð eða nutu þau athygli löngu seinna og þá hvenær? Verk Platons Platon var orðinn frægur heimspekingur þegar hann var enn á lífi. Hann hafði þónokkur áhrif á samtímamenn sína, ekki síst aðra heimspekinga....

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið þroskamat til í fleirtölu: Þroskamöt?

Það er út af fyrir sig hægt að setja þetta orð í fleirtölu og beygja mat eins og orðið gat. En það er meiri spurning hvort einhver þörf er á því -- og þar að auki má telja nokkuð víst að margir fella sig afar illa við það. Rétt er að hafa í huga að orðið mat hefur tvær aðalmerkingar, það er að segja "það að ...

category-iconVísindavefur

Af hverju gáfuð þið út bók?

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...

category-iconTrúarbrögð

Hver skapaði Guð?

Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig get ég stökkbreyst?

Í flestum tilfellum höfum við engin sérstök ráð til að framkvæma stökkbreytingar á sjálfum okkur, enda ekki víst að margir vildu að erfðaefnið í þeim stökkbreyttist! Stökkbreytingar á erfðaefninu eru nefnilega flestar til skaða. Sumar stökkbreytingar gera þó gagn, til dæmis þær sem breyta prótínum þannig að þau st...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna lýsa loftsteinar þegar þeir ferðast í gegnum gufuhvolfið og eru þeir heitir ef þeir rekast á jörðina?

Geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar, eru litlar ryk- og bergörður, ís eða járnklumpar sem skera braut jarðar. Þá sem rekast á lofthjúpinn köllum við hrapsteina en þegar þeir komst inn í lofthjúpinn hitna þeir svo mikið að þeir byrja að lýsa og sjást víða að. Þeir sem ná til jarðar kallast loftsteinar, þó oft s...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Geta dýr gert konur óléttar? Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram? Hvers vegna er hjátrú kringum föstudagin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

category-iconJarðvísindi

Hvað var Heimaey margir kílómetrar frá norðri til suðurs og frá austri til vesturs fyrir og eftir gos?

Fyrir eldgosið í Heimaey árið 1973 var eyjan um 11,20 km2. Strax eftir gos mældist eyjan um 13.44 km2 en síðan hefur hún minnkað eitthvað vegna rofs. Heimaey. Mesta lengd Heimaeyjar er frá NNA til SSV, það er frá Ystakletti til Stórhöfða. Fyrir gos var vegalengdin á milli þessara staða um 6,98 km og breyttist h...

Fleiri niðurstöður