Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8056 svör fundust
Hvernig er hægt að útskýra kaldhæðni fyrir manni sem veit ekki hvað hugtakið merkir?
Kaldhæðni mætti skilja sem þá list að andmæla hugmynd með því að setja fram andstæðu hennar. Í kímni er beitt gagnstæðu, það er hreinni mótsögn eða þverstæðu, til að andmæla hugmynd. Noti menn aftur á móti kaldhæðni andmæla þeir einhverju með því að neita hugmyndinni og vísa til augljósrar andstæðu hennar. Fra...
Af hverju þyngist maður með aldri?
Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig ha...
Hvar er talað um trójuhestinn og fall Tróju ef ekkert er fjallað um þetta í Ilíonskviðu?
Að öllum líkindum voru sögurnar um Trójustríðið ekki einungis þekktar úr kvæðum Hómers og annarra skálda. En í fornöld voru raunar til fleiri kvæði en einungis Ilíonskviða sem fjölluðu um Trójustríðið, til dæmis Eþíópíukviða (Aiþiopis en venjulega nefnd latneska titlinum Aethiopis), Litla Ilíonskviða (Ilias mikra ...
Fyrir hverju var barist í stúdentamótmælunum á Torgi hins himneska friðar? Hvernig brást stjórnin við?
Segja mætti að Torg hins himneska friðar (k. 天安門廣場, e. Tian’anmen square) sé nokkurt rangnefni, þar sem Tian’anmen merkir í raun ‘Hlið hins himneska friðar’. Átt er við hliðið milli torgsins og gömlu keisarahallarinnar í Peking í Alþýðulýðveldinu Kína sem gengur gjarnan undir naf...
Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?
Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkam...
Hvernig verða fjöllin til?
Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöf...
Hvað eru hörgulsjúkdómar?
Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar. Sem dæmi um ...
Hver er eðlismassi lofts?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...
Er eitthvert ríki svo vel stætt að það greiðir borgurunum í stað þess að leggja gjöld á þá?
Það er nokkuð erfitt að bera saman skatta á milli landa vegna þess hve skattkerfi eru mismunandi. Þau lönd sem hafa lægsta skatta búa öll að öðrum tekjustofnum sem geta staðið undir rekstri hins opinbera. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hvorki tekjur einstaklinga né fyrirtækja skattlagðar og þar er heldu...
Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?
Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...
Hvernig myndast súr kvika?
Súr kvika getur myndast á tvennan máta: Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður...
Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?
Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjósk...
Hvort eru hýenur skyldari hundum eða köttum?
Hýenur mynda sína eigin ætt, hýenuætt (Hyaenidae) sem tilheyrir ættbálki rándýra (Carnivora) og undirættbálki kattlegra dýra (Feliformia). Ætt kattardýra (Felidae) tilheyrir einnig þessum undirættbálki. Hundaættin (Canidae) tilheyrir hins vegar undirættbálki hundlegra dýra (Caniformia). Hýenur eru því skyldari köt...
Hvað eru transfitusýrur, í hvaða matvælum finnast þær og hvað gera þær?
Transfitusýrur eru ein gerð harðrar fitu í matvælum. Þær eru ýmist í matvælunum frá náttúrunnar hendi eða vegna þess að þær hafa myndast við vinnslu eða meðhöndlun. Transfitusýrur koma fyrir á þrennan hátt í matvælum og myndast: þegar lin fita er hert að hluta (fljótandi fita gerð hörð) í vömb jórturdýra fyrir t...
Hvernig verða steinar til?
Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir) eins og fram kemur í svari við spurningunni Af hverju eru flestir steinar gráir? Þar segir meðal annars: Steindir eru kristallað frumefni eða efnasamband sem finnst í náttúrunni. Þær eru í raun smæstu eindir bergtegunda; sumar b...