Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hún kokteilsósa?

Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd. Elstu dæm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur r-ið í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdrottinn“?

Upprunalega spurningin var svona: Hvaðan kemur R-ið í orðinu „lánardrottinn“? Samkvæmt Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, er bókstafinn R hvergi að finna í beygingu orðsins „lán“ . Hvernig stendur þá á að þetta er komi upp þarna í orðinu „lánardrottinn“? Ætti það ekki að vera „lánadrottinn“, eða jafnvel „lánsdr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?

Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?

Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju eru holur á tunglinu?

Holurnar á tunglinu eru gígar sem hafa orðið til þegar loftsteinar hafa rekist á tunglið. Einhverjir gíganna kunna þó að vera komnir til við eldvirkni. Minnstu gígarnir á tunglinu eru agnarsmáir, þeir hafa fundist í tunglgrjóti sem geimfarar hafa komið með til jarðarinnar. Stærsti gígurinn á tunglinu er um 360 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?

Í fyrstu grein laga um mannanöfn nr. 45 frá 1996 segir svo:Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorug...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar brauð er ærláfubrauð?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nýlega rakst ég á orð sem ég er ekki kunnugur úr sóknarlýsingu prests á Norðausturlandi um ca. 1780. Þar stóð: „Fyrir prestinn var borið nýbakað ærláfubrauð". Ekki getið þið útskýrt þetta orð 'ærláfubrauð'? Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:873) er við flettiorðið láfa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótah...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið byssa?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:98) segir um orðið byssa: ‘sérstök tegund skotvopns; †baukur’. Krossinn merkir að um sé að ræða forna merkingu eða gamalt mál. Um uppruna og skyldleika við önnur mál segir Ásgeir að orðið sé skylt færeysku byrsa, nýnorsku bøsse, børse, sænsku bøssa, dön...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða súð er átt við þegar íbúð er undir súð?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað merkir orðið „súð“ þegar er talað um að þakíbúð sé undir súð og hvaðan kemur það? Orðið súð merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1519) ‘samfella af sköruðum borðum, þar sem eitt borðið liggur með röndina ofan á öðru, skarsúð … súð í herbergi ‘skáþak, hallandi þak’. Þa...

category-iconLæknisfræði

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru svo fáar tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi?

Það er rétt athugað að hér á landi eru einungis fáar tegundir fiska í fersku vatni, nánar tiltekið fimm, það er að segja Atlantshafslaxinn, urriði, bleikja, hornsíli og áll. Þetta er einungis brot af því sem þekkist á svipuðum breiddargráðum á meginlöndunum. Ástæða tegundafæðarinnar er sú að Ísland hefur verið...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin stór?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?

Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...

Fleiri niðurstöður