Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?

Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjór...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað hefur vísindamaðurinn Stefán Sigurðsson rannsakað?

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Hann hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum. Rannsóknir Stefáns hafa að mestu leyti beinst að DNA viðgerðarferlum og viðbrögðum frumunn...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir stundaði Gunnhildur Óskarsdóttir?

Gunnhildur Óskarsdóttir var dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar beindust einkum að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun. Bók byggð á doktorsritgerð hennar The Brain Controls Everything var gefin út af Informati...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Mun „jólastjarnan“ sjást frá Íslandi 21. desember 2020?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Í norsku blaði var sagt frá því að 21. des. 2020 muni jólastjarna sjást á himni. Síðast sást hún fyrir 826 árum. Mun hún sjást á Íslandi? „Jólastjarnan“ umrædda eru pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Mánudagskvöldið 21. desember 2020 verða þær svo nálægt hvor annarri á himni að ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að kveikja eld í alkuli?

Til þess að það kvikni í efni þarf súrefni, hita og brennanlegt efni í réttum hlutföllum. Það er í raun ekki hægt að kveikja í föstum efnum eða vökvum heldur kviknar í brennanlegum gastegundum sem losna frá efnunum þegar þau eru hituð að blossamarki (e. flash point). Blossamark efnis er lægsta hitastig þar sem hæg...

category-iconHagfræði

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?

Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?

Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að þeyta rjóma sem hefur verið frystur?

Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en þar er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluktar ...

category-iconVísindi almennt

Hvenær er næsta rímspillisár?

Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru vatnabufflar húsdýr og til hvers eru þeir notaðir?

Vatnabufflar (Bubalus bubalis) eru húsdýr, aðallega í Asíu en eru einnig ræktaðir í öðrum heimsálfum. Þeir skiptast í tvær undirtegundir, önnur kennd við ár og hin við mýrar (e. river buffalo og swamp buffalo). Talið er að báðar undirtegundirnar hafi verið ræktaðar út frá villtum vatnabufflum (Bubalus arnee). ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýklassík?

Á íslensku er hugtakið nýklassík eða nýklassismi aðallega notað um tónlistarstefnu sem spratt upp í París snemma á 20. öld. Stefnan var að ýmsu leyti andsvar við nútímalegum impressjónisma. Tónskáld sem aðhylltust nýklassísk leituðu fanga í tónlist 18. aldar en sóttu einnig í enn eldri hefðir, til að mynda barokk ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?

Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...

Fleiri niðurstöður