Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er ósæðalokuþrengsl og hvaða nýjungar eru í meðferð?
Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti hjartalokusjúkdómurinn á Vesturlöndum og þriðji algengasti hjarta- og æðasjúkdómurinn á eftir háþrýstingi og kransæðasjúkdómi.[1] Á Íslandi er algengi ósæðarlokuþrengsla samkvæmt hjartaómun 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt en samhliða hækkandi aldri þjóðar má gera ráð fyrir að f...
Hvaða hvalastofnar eru í mestri útrýmingarhættu?
Af 93 hvalategundum á lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) eru fimm tegundir taldar í bráðri hættu á aldauða (e. critically endangered – CR) en það þýðir að eindregnar líkur eru á að viðkomandi tegundir deyi út í náinni framtíð samkvæmt tilteknum forsendum. Auk þess telja samtökin að tólf hvalategundir...
Hvað gerist í Bandaríkjunum ef atkvæði í kjörmannakerfinu standa á jöfnu?
Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Hvað gerist ef forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum fá báðir 269 kjörmenn? eða ef annar frambjóðandi vinnur nægilega marga kjörmenn til að koma í veg fyrir að hægt sé að ná 270 kjörmönnum? Hvaða afleiðingar gæti það haft ef báðir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum f...
Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?
Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...
Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?
Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Kris...
Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar?
Jörðin er sem næst kúlulaga, og geislinn (radíus) er 6370 km, þannig að sú er fjarlægðin niður í miðju hennar. Jarðkjarninn, sem reyndar er stór kúla með um 3470 km geisla, er talinn vera að mestu úr járni og nikkel - þar hafa menn fyrir sér annars vegar eðlismassa (eðlisþyngd) kjarnans, og hins vegar loftsteina s...
Ef flugvél flýgur á ljóshraða, hversu lengi er hún þá að fljúga yfir Ísland frá austri til vesturs?
Til að koma í veg fyrir allan misskilning er best að taka fram að flugvél mun aldrei ná að fljúga yfir Ísland á ljóshraða eins og útskýrt er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það? Ljósið ferðas...
Hvað er J-ferill?
Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...
Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?
Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins...
Af hverju gaus Hekla árið 2000?
Hér er einnig svarað spurningunni 'Hvað veldur aukinni tíðni gosa í Heklu?' frá Ara Páli Pálssyni. Þegar Hekla gaus árið 1947 virtist mönnum sem hegðun hennar væri orðin fyrirsjáanleg, hún gysi á 100 ára fresti og mundi næst gjósa kringum árið 2045. Þetta gekk þó sem kunnugt er ekki eftir fremur en sá spádómur ...
Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?
Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$ Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7. Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að umm...
Hvað eru til margar tegundir af kanínum?
Það eru til um það bil 160 kanínutegundir í heiminum og af hverri tegund eru til mörg litarafbrigði. Kanínan er spendýr og tilheyrir héraættinni. Hérar og kanínur hafa fjórar nagtennur í efri skolti, en önnur nagdýr aðeins tvær, og að því leyti eru þau frábrugðin öðrum nagdýrum. Kanínur eru sérstaklega vel fall...
Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...
Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?
Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...
Hvaðan er orðið kommóða komið?
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...