Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1517 svör fundust
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Hvað er helst vitað um svartadauða á Íslandi?
Hér er að finna svör við fjölmörgum spurningum sem Vísindavefnum hafa borist um svartadauða, meðal annars:Hvenær kom svartidauði til Íslands? Hvernig smitaðist veikin? Hversu margir voru Íslendingar fyrir og eftir svartadauða? Hversu hratt gekk svartidauði yfir í heiminum og á Íslandi? Farsóttin sem síðar var k...
Hvað eru stóru brandajól?
Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...
Hvað er kurteisi?
Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?
Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:Frá jafnd...
Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?
Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. S...
Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...
Hvers konar strik er sett í reikninginn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...
Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?
Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...
Er hægt að sjá eitt atóm eða eina rafeind?
Þessi spurning er í aðra röndina heimspekilegs eðlis; hún snýst að hluta um merkingu þess „að sjá“. Auk þess koma hér við sögu mjög nýlegar framfarir í vísindum og tækni og sú þróun heldur stöðugt áfram. Þess vegna er viðbúið að svör sérfræðinga geti orðið mismunandi og einnig breytileg með tímanum. Fyrri spurn...
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Hvernig koma konur fyrir í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum?
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri tilheyra aldagamalli munnlegri sagnahefð sem einkum má rekja til kvenna. Það voru þær sem sögðu sögurnar sem karlmenn síðan söfnuðu og skráðu. Þannig segir Guðbrandur Vigfússon í formála að Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum að þótt konur hafi ekki skrifað eins margar bækur og kar...
Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?
Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...
Getið þið sagt mér allt um Borðeyri?
Borðeyri er kauptún sem stendur við vestanverðan Hrútafjörð í Strandasýslu. Borðeyri er eitt fámennasta kauptún Íslands, þar voru 32 íbúar árið 2005. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, gaf bæði eyrinni og firðinum nafn sitt. Þegar hann var í firðinum ásamt mönnum sínum sá hann tvo hrúta koma hlaupa...