Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær varð smásagan til sem bókmenntagrein og af hverju?
Almennt er talið að smásagan í því formi sem við þekkjum hana nú á dögum hafi orðið til á 19. öld. Þá hafi skapast vissar sögulegar aðstæður sem urðu til þess að fram kom frásagnarform sem mótaðist af fagurfræðilegum þáttum en tók jafnframt mið af væntingum stækkandi lesendahóps í borgaralegu samfélagi. Á þeim tím...
Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?
Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðb...
Er betra að fara með jarðtengingu húsa niður á fast sem kallað er?
Svarið er nei. Slík ráðstöfun fjármuna byggist á því að menn rugla saman tveimur allsendis óskyldum hlutum. Annars vegar er vissulega æskilegt að fara með undirstöður húss niður á fast til að húsið hreyfist síður. Hins vegar er jarðtenging síst betri ef hún nær niður á fast því að rafleiðni í jörðinni er síst meir...
Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?
Mikill munur er á eitlum og kirtlum, bæði hvað varðar gerð og hlutverk. Kirtlar (e. glands) eru úr kirtilvef og skiptast í inn- og útkirtla (e. endocrine og exocrine). Báðar gerðir gegna því hlutverki að framleiða eitt eða fleiri efni og seyta því eða þeim síðan frá sér. Frá útkirtlum liggja rásir eða gö...
Er hægt að deyja úr hræðslu?
Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...
Er 26 eina heila talan sem er klemmd milli ferningstölu og teningstölu?
Ferningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu við sjálfa sig. Dæmi um ferningstölur eru tölurnar $9 = 3 \cdot 3$ og $121 = (-11) \cdot (-11)$. Teningstala er tala sem fæst með því að margfalda heila tölu tvisvar við sjálfa sig. Dæmi um teningstölur eru tölurnar $64 = 4 \cdot 4 \cdot 4$ og $-2197 = ...
Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?
Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...
Hvað einkenndi kirkjuna og kristni á Íslandi á miðöldum?
Miðaldakristnin hér á landi var kaþólsk kristni á borð við þá sem var að finna um gjörvalla Evrópu. Kaþólska kirkjan er þó ekki eins um allan heim nú á dögum og var það enn síður á þessum fornu tímum þegar erfitt var að koma á miðstýringu og stöðlun. Við kristnitöku hér var tekið við hinni almennu, kaþólsku m...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...
Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...
Er búið að finna upp eilífðarvél? Ef ekki, hvað hafa menn þá komist næst því?
Upphafleg spurning var:Er búið að finna upp "eilífðarvél", það er vél sem er sjálfri sér nóg og gengur án ytri orkugjafa? Einhverntíma heyrði ég að svissnesk úrafyrirtæki, Jaeger-LeCoultre, hefði hannað klukku, Atmos, sem væri næst því að vera eilífðarvél því hún gengur fyrir breytingum í veðri, það er loftþrýstin...
Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?
Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...
Hvað er lýsi? Hvernig er það nýtt og hver er aðal uppspretta orkunnar í því?
Lýsi er samheiti á fitu sem unnin er úr sjávardýrum. Til eru margar gerðir af lýsi og má til dæmis nefna þorskalýsi, loðnulýsi, síldarlýsi, túnfisklýsi, háfalýsi og sardínulýsi. Þessar tegundir eru allar unnar úr fiskum, ýmist heilum (t.d. loðnulýsi) eða úr einstökum líffærum (t.d. þorskalýsi úr þorskalifur). Meða...
Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til Evrópu né Ameríku, jarðfræðilega?
Réttara er að Ísland er á mótum Evrasíu- og Ameríkuflekanna og telst því jarðfræðilega til beggja álfa fremur en hvorugrar — austurhlutinn til Evrópu, vesturhlutinn til Ameríku. Í öllu öðru náttúrufari er Ísland tengdara og líkara Evrópu en Ameríku. *** Að því er varðar náttúrufar að öðru leyti á Ísland fle...
Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?
Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...