Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1691 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hvalir hafa sést við Ísland?

Alls hefur sést til að minnsta kosti 23 hvalategunda í íslensku lögsögunni. Vissulega eru þessar tegundir misalgengar, líklega er einna algengast að sjá hrefnur (Balaenoptera acutorostrata) á grunnsævinu við landið en tegundir eins og norðhvalur (Balaena mysticetus) og mjaldur (Delphinapterus leucas) eru afskapleg...

category-iconStærðfræði

Hvað er staðalfrávik?

Staðalfrávik (e. standard deviation) er algengasta mæling á dreifingu talna, það er hversu ólíkar þær eru. Því hærra sem það er þeim mun ólíkari eru tölurnar. Til þess að reikna staðalfrávik tiltekinna talna þarf fyrst að reikna meðaltal þeirra og síðan að draga hverja tölu frá meðaltalinu, og sá mismunur kall...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ari Trausti Guðmundsson rannsakað?

Ari Trausti Guðmundsson er jarðvísindamaður að mennt en gegnir nú störfum þingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hann situr í Utanríkismálanefnd Alþingis, Umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Þingvallanefndar og þingmannanefndar um norðurslóðir. Ari Trausti hefur aðallega hel...

category-iconStærðfræði

Voru víkingarnir með tölukerfi?

Spurning Veigars hljóðaði svona: Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það? Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níund...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Niðurgangur lýsir sér í þunnum og tíðum hægðum í miklu magni, meira en 200 g á sólarhring. Niðurgangur getur komið skyndilega og án fyrirvara og stendur þá oftast stutt. Flestir fá einhvern tíma niðurgang. Niðurgangur er oftast af völdum veiru- eða bakteríusýkinga. Niðurgangur getur einnig verið langvinnur, það er...

category-iconLandafræði

Hvaða lönd í Evrópu voru hluti af Sovétríkjunum fyrir 1991?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað voru löndin mörg sem tilheyrðu Sovétríkjunum og hver voru þau? Svarið við þessari spurningu er ekki alveg jafn klippt og skorið og í fyrstu kann að virðast. Evrópa er nokkuð vel afmörkuð á þrjá vegu í norður, suður og vestur enda liggur álfan þar að mestu að hafi. Mörk Así...

category-iconHeimspeki

Hvað er heimspekihugtakið sannreynsla, eða það sem er kallað verification á ensku?

Á árunum milli stríða varð til öflug stefna í heimspeki sem kölluð hefur verið rökfræðileg raunhyggja. Stefna þessi átti rætur að rekja til nokkurra heimspekinga og vísindamanna sem bjuggu í Vínarborg og höfðu með sér félagsskap sem þeir kölluðu Vínarhringinn. Forystumaður Vínarhringsins var eðlisfræðingurinn Mori...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær voru fyrstu kristfjárjarðir á Íslandi stofnaðar? Eru ennþá margar kristfjárjarðir á Íslandi? Í seinni tíð er oft rætt um kirkjujarðir eins og um sé að ræða ótiltekinn jarðapott í eigu þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þessi merking öðlaðist líklega fyrst gildi ef...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Jóhannes Kepler?

Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvenær var byrjað að halda 17. júní hátíðlegan? Ef það er í fyrsta skipti 1944 á lýðveldishátíðinni var þá einhver fyrirrennari? 1. des er vissulega fullveldisdagurinn en var heimastjórninni fagnað á ákveðnum degi á hverju ári um tíma og ef við förum enn aftar í söguna; v...

category-iconBókmenntir og listir

Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?

Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...

category-iconFornfræði

Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?

Aðrir spyrjendur eru: Guðmundur Leifur, f. 1995, Baldvin Ómarsson, f. 1987, Hilmar Á. Björnsson, Solveig Gunnarsdóttir, f. 1988 og Robert Chylinski, f. 1987. Þegar spurt er hvers vegna Trójustríðið var háð koma ólíkar skýringar til greina. Annars vegar er hægt að rekja ástæður stríðsins í bókmenntum. Hins veg...

category-iconTölvunarfræði

Hver var Alan Turing og hvert var framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Alan Turing er einn þekktasti og áhrifamesti vísindamaðurinn á sviði tölvunarfræði. Til marks um það má nefna að bandarísku tölvusamtökin ACM kenna hin árlegu verðlaun sín við hann. Turing-verðlaunin eru gjarnan nefnd Nóbelsverðlaun tölvunarfræðinganna. Turing fæddist í London 23. júní 1912. Hann lærði stærðfræ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...

Fleiri niðurstöður