Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?
MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....
Hversu gamalt er máltækið „sá á kvölina sem á völina?“ og hvað þýðir það?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um máltækið er úr riti eftir Jón Rúgmann frá miðri 17. öld: kuöl á sá sem völ á. Litlu yngra er dæmi úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar frá síðari hluta 17. aldar: Sá á Kvölena, sem á Völena. Merking málsháttarins liggur í því að erfitt getur verið að velja milli fólks, hluta...
Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það?
Orðið óðfluga er notað sem óbeygjanlegt lýsingarorð og sem atviksorð. Merkingin er 'mjög hraður; mjög hratt'. Fyrri liðurinn óð- er dregin af lýsingarorðinu óður í merkingunni 'hraður, tíður' og er notaður í herðandi merkingu. Sem dæmi mætti nefna óðfara 'sem fer hratt', óðlyndur 'fljóthuga, ákafur' og óðviðri 'mi...
Ættu óargadýr ekki frekar að kallast óragadýr, það er dýr sem ekki hræðast neitt?
Orðið argur hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er ‛ragur, huglaus’. Í eldra máli var einnig notað lýsingarorðið óargur í merkingunni ‛óragur, djarfur’. Lýsingarorðið óarga, sem beygist eftir veikri beygingu, var einnig notað í eldra máli í merkingunni ‛villtur, grimmur’. Í samsetningunni...
Hvernig varð orðatiltækið „Þú skalt eiga mig á fæti“ til og hvað merkir það?
Orðasambandið að eiga einhvern á fæti þekkist frá því á 19. öld og merkir að ‛eiga einhverjum að mæta, eiga von á að fá að kenna á einhverjum’. Bein merking þess að eiga eitthvað á fæti, til dæmis eiga fé á fæti, merkir að eiga eitthvað lifanda, það er það stendur en liggur ekki dautt. Vel má hugsa sér að lí...
Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?
Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir sk...
Hvernig er hægt "að verða fyrir barðinu á einhverjum" og hvaðan kemur það orðatiltæki?
Orðatiltækið að ‘verða fyrir barðinu á einhverjum’ virðist ekki gamalt í málinu ef marka má söfn Orðabókar Háskólans. Elstu dæmi eru frá fyrri hluta 20. aldar og er merkingin ‘verða fyrir reiði einhvers, fá að kenna á kröftum einhvers’. Orðið barð hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra, sem þekktist þegar í...
Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?
Það eru engin skilyrði í lögum sem þarf að uppfylla til að stofna stjórnmálaflokk, enda er það réttur hvers og eins að stofna flokk eða samtök um tiltekin markmið eða hugsjónir. Þannig þarf til að mynda ekki leyfi frá stjórnvöldum til að stofna stjórnmálaflokk eða samtök – þau verða til við það eitt að hópur eins...
Kennarinn minn sagði að röntgengeislar færu síður í gegnum þétta hluti, er það rétt?
Já, við röntgenmyndatöku eru notaðir röntgengeislar sem geta smogið gegnum mannslíkamann og raunar ýmislegt fleira. Sú staðreynd að þeir smjúga misjafnlega vel í gegnum efni er einmitt ástæðan fyrir því að til verður mynd. Röntgenmynd sýnir mynstur sem orðið er til í röntgengeisla þegar hann hefur ferðast í gegnum...
Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir?
Já, það er eðlilegt að finna fyrir sársauka er bein grær saman. Bein gróa mishratt og varir sársauki mislengi eftir því. Bein barna gróa hraðar en fullorðinna og brot þar sem auðvelt er að halda beini stöðugu, til dæmis í legg eða handlegg, gróa hraðar en í mjög hreyfanlegum beinum, svo sem í hryggsúlu eða mjaðmag...
Ég er ættaður af Vestfjörðum og nota orðið blóðmör í kvenkyni, er það rangt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það stendur í BÍN að blóðmör sé karlkynsorð. Ég er ættaður frá Vestfjörðum og hef alltaf notað þetta sem kvenkynsorð. Er bæði notað, eða er bara eitt sem er rétt. Ég vann í tæpa fimm áratugi á Orðabók Háskólans, síðar orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Sú...
Hvað verður um Golfstrauminn ef það hlýnar svo mikið að ísinn í Íshafinu bráðnar?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Ég var að ræða við doktor í jarðfræði sem hélt því fram að við hlýnun Íshafsins myndi Golfstraumurinn halda áfram yfir norðurskautið og allt til Asíu. Ég hef alltaf haldið að það sem knýr Golfstrauminn sé þegar ískaldur sjórinn sekkur til botns þá dragi hann til sín yfir...
Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?
Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...
Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?
Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...
Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?
Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...