Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 997 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er hraðtíska eða skynditíska og hvaða áhrif hefur hún?

Tíska og margt sem henni tengist er sannkallað stórveldi í viðskiptaheiminum og hluti af öflugu markaðs- og neyslukerfi nútímans. Tískuframleiðsla og allt umhverfi tískunnar hefur um árabil þróast í þá átt að verða að einni mikilvægasta tekjulind öflugustu ríkja heims. Fastmótuð menning sem er inngreypt í hagkerfi...

category-iconFornleifafræði

Hvar hafa leifar um víkinga varðveist?

Þegar fjallað er um leifar eftir víkinga þarf fyrst að ákveða hvað við er átt með hugtakinu víkingur. Í íslenskum miðaldaritum hefur orðið alltaf þrönga merkingu, það þýðir "sæfari, sjóræningi" og er fyrst og fremst notað um norræna menn þó að merkingin virðist ekki endilega bundin þjóðerni. "Víkingur" er með öðru...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?

Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...

category-iconLæknisfræði

Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?

Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...

category-iconLandafræði

Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?

Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?

Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður sem varð hæstráðandi á Íslandi í átta vikur sumarið 1809 eins og rakið er í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi? Íslandsævintýri Jörgensen...

category-iconJarðvísindi

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?

Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreyti...

category-iconOrkumál

Hvaða orkugjafar eru á Íslandi?

Spurningunni má svara á tvenna vegu. Annars vegar út frá því hvaða orkugjafar eru nýttir til raforkuframleiðslu og hins vegar út frá orkunotkun. Munurinn liggur til dæmis í því að á Íslandi er jarðvarmi víða notaður til húshitunar og auk þess er olía notuð á ýmsar vélar og farartæki. Hins vegar er það vatnsaflið s...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?

Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er saga bænda á Íslandi?

Saga bænda á Íslandi hefst þegar við landnám. Raunar hefst hún talsvert fyrr, því aðferðir og tækni sem bændur notuðu þegar frá upphafi komu frá Norðvestur-Evrópu og höfðu þróast þar síðan landbúnaður hófst á því svæði um 5000-4000 f.Kr., fyrir um sex til sjö þúsund árum. Líklegast er að kjarninn í landbúnaðar...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um trú og siði norrænna manna á Grænlandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég vildi vita meir um norræna menn á Grænlandi, var kaþólska kirkjan með klaustur meðal þeirra og hve mikið er vitað um dómkirkju þeirra sem talað er um. Hvað má segja um greftrunarsiði þeirra og klæðaburð? Byggð norrænna manna á Grænlandi hefur líklega hafist laust fyr...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til tvö eða fleiri afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19?

Afbrigði lífvera eru skilgreind sem vissar gerðir innan tegundar sem eru ólíkar í háttum eða eiginleikum. Munur á afbrigðum getur verið mjög yfirborðskenndur, til dæmis byggður á lit fjaðra eða því hvort einstaklingar sömu tegundar séu staðfuglar eða farfuglar. Stundum er munurinn djúpstæðari eins og í afmörkuðum ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...

Fleiri niðurstöður