Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru...

category-iconStærðfræði

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breidd...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?

Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Einarsson rannsakað?

Páll Einarsson er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans. Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í hei...

category-iconJarðvísindi

Hvað er þetta landnámslag sem jarðfræðingar og fornleifafræðingar tala stundum um?

Stórgos, sem gengur undir heitinu Vatnaöldugos, varð á Veiðivatna- og Torfajökulssvæðinu 870 (eða þar um bil).[1] Það var aðallega gjóskugos með mikilli gjóskuframleiðslu og gjóskufalli um mestallt land, aðallega í nágrenni gosstöðvanna inni á hálendinu. Því fylgdi einnig smávægilegt hraunrennsli. Ef til vill v...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver er munurinn á risasvartholi og venjulegum svartholum?

Vangaveltur um tilvist svarthola ná aftur til 18. aldar en það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að stjörnufræðingar byrjuðu að finna fyrstu vísbendingar um tilvist þeirra. Í dag eru ótal sönnunargögn fyrir tilvist svarthola sem hafa orðið eitt helsta viðfangsefni stjarnvísinda og kennilegrar eðlisfræði. En það...

category-iconEfnafræði

Úr hvaða efni er litaduftið í Color Run eða litahlaupinu?

Litahlaupið (e. The Color Run) nýtur vinsælda hér á landi eins og víða annars staðar í heiminum. Hlaupið er 5 km langt og því fylgir mikil gleði og litadýrð. Hlaupið var fyrst haldið í Phoenix í Bandaríkjunum árið 2012 og síðan þá hafa rúmlega 40 lönd bæst í hópinn. Hlaupið hefur farið fram árlega í júní í Reykjav...

category-iconEfnafræði

Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?

Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni. Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa ti...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Sigríður Matthíasdóttir stundað?

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna. Sigríður hefur sérstaklega rannsakað íslenska kvenna- og...

category-iconLæknisfræði

Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig og hvenær varð veirufræði til?

Forsenda þess að veirufræðin yrði til var uppgötvun fyrstu veiranna. Þá sögu er hægt að rekja til síðari hluta 19. aldar. Þá uppgötvaðist með tilraunum að sjúkdómur sem herjaði á lauf tóbaksjurtarinnar smitaðist þrátt fyrir að smitvaldurinn hefði farið í gegnum örsíur úr postulíni. Örsíurnar voru það fínar að ekki...

category-iconLæknisfræði

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Öll spurningin hljóðaði svona: Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu? Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þess...

Fleiri niðurstöður