Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5319 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver er lægsta upphæð sem dugir til framfærslu á mánuði á Íslandi?

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er síðari hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? er óheimilt að greiða lægri lau...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju hafa konur betra lyktarskyn en karlar? Og af hverju er fólk með mismunandi þefskyn? Skiptir einhverju máli að þrífa nefið reglulega?

Undirritaður kannast ekki við það að konur eigi að hafa betra eða næmara lyktarskyn en karlar. Oftast stafar dauft lyktarskyn af nefstíflu, en einhvern mismun verður væntanlega að skýra með breytileika einstaklingsins. Nefið á ekki að þurfa að þrífa nema við séum með sýkingu. Þó kemur fyrir, einkum hjá öldruðum, a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?

Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru orðið konar greint sem nafnorð?

Orðliðurinn -konar í alls konar, annars konar, ýmiss konar, þess konar er upphaflega nafnorð. Í fornu máli var til nafnorðið konur í merkingunni 'ættingi, sonur, afkomandi, sonur', skylt orðinu kyn 'ætt, tegund, kynferði'. Eignarfall orðsins konur var konar og lifir það í fyrrgreindum orðasamböndum sem stirðnað ei...

category-iconFélagsvísindi

Hafa útsölur í janúar og júlí áhrif á neysluvísitöluna?

Verðlagsvísitala, eins og vísitala neysluverðs, á að mæla breytingar á markaðsverði tiltekinnar körfu af vörum og þjónustu yfir tíma. Þetta þýðir meðal annars að útsölur eða tímabundin verðstríð hafa áhrif til lækkunar um hríð en síðan hækkar vísitalan aftur þegar útsölum eða verðstríði lýkur. Árstíðabundnar s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið að túpera komð?

Sögnin að túpera í merkingunni 'greiða hár frá enda í átt að rót til að það lyftist' hefur þekkst í málinu nokkuð lengi. Hennar verður vart þegar snemma á 20. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr tímaritinu Einreiðinni frá 1914 (bls. 169). Þar skrifaði Anna Thorlacius greinina „Heimförin“ og fjallar þar m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er fæðukeðja hafsins?

Hafið þekur rétt rúmlega 70% af yfirborði jarðar og hafsvæðið innan efnahagslögsögu Íslands er um 800 þúsund ferkílómetrar en Ísland sjálft er rétt rúmir 100 þúsund ferkílómetrar. Þetta svar mun byggjast á þeim fæðukeðjum eða öllu heldur fæðuvef eins og við þekkjum hann og vistkerfi sjávarins í sem heilsteyptastri...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?

Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...

category-iconNæringarfræði

Eru mjólkurvörur nauðsynlegar fyrir mannfólkið, þegar önnur spendýr hætta að neyta þeirra um leið og þau hætta á spena?

Þessari spurningu er hægt að svara neitandi, það er að vörur unnar úr mjólk annarra spendýra eru ekki nauðsynlegar fyrir mannfólkið. Reyndar er það svo að um 70% mannkyns þolir illa mjólk á fullorðinsaldri, er með svokallað mjólkursykuróþol. Slíkt fólk borðar þar af leiðandi lítið eða ekkert af mjólkurvörum þegar ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er hjátrú um töluna 13?

Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskju...

category-iconHugvísindi

Eru lík smurð á Íslandi?

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nas...

category-iconBókmenntir og listir

Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?

Í Sagnanetinu eru skráð 45 handrit af Egils sögu. Þar af eru 10 brot (örfáar blaðsíður) á skinni, 3 eru ekki heil en 32 geyma alla söguna. Flest hafa verið mynduð en þau sem eftir er að mynda verða sett inn í safnið á næstu vikum. Í Sagnanetinu eru einnig 12 bækur er innihalda söguna og eru það einkum þýðingar á ö...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru til margar bækur eftir Desmond Bagley?

Desmond Bagley var enskur spennusagnahöfundur. Hann fæddist 29. október 1923 í bænum Kendal í Cumbria-héraði og lést 12. apríl 1983 á sjúkrahúsi í Southampton, eftir að hafa búið seinustu æviár sín á Ermarsundseyjunni Guernsey. Bagley ferðaðist víða og bjó meðal annars í Suður-Afríku í 15 ár þar sem hann hóf ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er lengsta leikrit í heimi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað heitir lengsta leikrit í heimi, hver skrifaði það og hvað er það langt?Uppfærslur á leikritinu The Warp eftir Neil Oram er iðulega taldar vera lengstu leiksýningarnar. Þær hafa tekið allt frá 18 tímum og upp í 29 klukkustundir í flutningi. Frumuppfærsla breska leiks...

Fleiri niðurstöður