Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2408 svör fundust
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...
Spurt er um afl loftnets og strauma og spennur í fæðilínu við tilteknar aðstæður.
Spurningin í heild er sem hér segir:Hvað er hægt að búast við að loftnet útgeisli miklu afli frá sendi sem er 10kw með 50 ohm útg. Loftnetsaðlögun við sendi. Fæðilína til loftnets 50 ohm coax 1.5/8", 200 metrar. Loftnet tvípóll skorinn fyrir 6 MHZ. Hvert yrði hugsanlega útgeislað afl loftnetsins við tíðnirnar a) 2...
Hvað er hægt að hita bolla mikið með því að hella heitum drykk í hann?
Upphaflega spurningin var svona: Ef ég er með kaffibolla og risastóra kaffikönnu, helli heitu kaffi í bollann, tæmi hann strax og helli aftur heitu kaffi í hann, hitna ytri mörk rúmsins sem kaffið tekur (þar sem bollinn er heitur þegar kaffið lendir á honum), og ef svo er, væri hægt að bræða bollann með því að ...
Er hægt að sanna það vísindalega að maðurinn hafi vitund og að hann hugsi?
Spurningin í heild var sem hér segir:Flestir eru sammála því að maðurinn hafi svokallaða vitund og að hann hugsi. Er hægt að sanna það vísindalega (með mælitækjum til dæmis)? Ef svo er þá hvernig, ef ekki þá hvers vegna?Það er sjaldgæft að vísindamenn taki sér fyrir hendur að sanna að það sem blasir við sé til í...
Hvað er flóðbið og hafnartími?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...
Hefur villuboðið: "ERROR: Keyboard not attached. Press F1 to continue" komið fram í einhverju stýrikerfi?
Þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið öruggar heimildir fyrir því að þetta sé til. Hins vegar er spurningin náttúrlega dæmi um hroka okkar mannanna gagnvart eigin sköpunarverki okkar, tölvunum. Svona teljum við okkur óhætt að gera grín að þeim í trausti þess að þær geti ekki svarað fyrir sig að eigin frumkv...
Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?
Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...
Getur verið að staðsetning öreindar tengist bylgjueiginleikum og hraði hennar eindaeiginleikum?
Spyrjandi bætir við að spurningin sé borin upp vegna hugleiðinga um óvissulögmál Heisenbergs.Svarið er nei; ef svo væri þá mætti einnig halda því fram að hraðann væri hægt að ákvarða eins nákvæmlega og við vildum með betri og betri mælingum. Spurningar sem þessi vakna oft þegar reynt er að horfa á skammtafræði ...
Hver var Arban?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver var Arban? Eina sem ég veit um hann er að hann samdi tónlistarbók sem er enn notuð. Jean Babtiste Arban er frægastur fyrir að hafa veitt kornetthljóðfærinu brautargengi, bæði með snjöllum leik sínum og kennsluaðferðum sem nefnast 'aðferð Arbans'. Arban fæddist 28. feb...
Hvað lifa mörg ljón og tígrisdýr í villtri náttúru?
Upphaflega spurningin hljómar svona: Hvað er talið að mörg ljón séu eftir í Afríku sem búa í villtri náttúru? Er þeim að fjölga eða fækka? Hvað um tígrisdýr? Líffræðingar telja að í Afríku séu á bilinu 30–100 þúsund villt ljón (Panthera leo). Útbreiðsla þeirra er aðallega bundin við austur- og suðurhluta álfunna...
Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?
Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögum að ekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins....
Hvað er þetta?
Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...
Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?
Upprunalega var spurningin svona:Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku? Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pot...
Hvað eru Dow Jones og Nasdaq?
Dow Jones er fyrirtæki sem meðal annars gefur út dagblaðið Wall Street Journal og ýmis viðskiptatímarit en er frægast fyrir eina af nokkrum hlutabréfavísitölum sem fyrirtækið reiknar út, Dow Jones Industrial Average, oftast bara kölluð Dow Jones. Nafnið er fengið frá tveimur af þremur stofnendum fyrirtækisins, Cha...
Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn?
Spurningin í heild var sem hér segir:Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor svaraði um daginn spurningu minni um 2 jeppadekk. Samkvæmt svarinu breytist ummál dekkjanna, getur það verið?Spyrjandi vísar hér í svar við spurningunni Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jaf...