Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8492 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hverfa sáðfrumurnar ef maður stundar oft sjálfsfróun?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hverfa sáðfrumur ekki með tímanum ef maður stundar sjálfsfróun oft? Eins og fram kemur í fróðlegu svari Ernu Magnúsdóttur við spurningunni Hvernig myndast kynfrumur? halda karlmenn áfram að mynda sáðfrumur nokkurn veginn út ævina. Það er því engin hætta á því að sáðfru...

category-iconSálfræði

Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?

Sálfræði hefur leitt til þekkingar sem hægt er að nýta til að reyna að leysa það vandamál sem þú spyrð um. B.F. Skinner var upphafsmaður ákveðnar tilraunahefðar sem kallast atferlisgreining. Sú tilraunahefð hefur leitt til skilgreiningar á námslögmálum eða atferlislögmálum sem hafa gagnast við að leysa ýmis vandam...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?

Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...

category-iconFöstudagssvar

Er til eitthvað sem heitir leiðrétt siðblinda?

Í hversdagslegu máli er sjaldan talað um blindu nema hún sé varanleg. Þegar blinda er tímabundin eða læknanleg er það yfirleitt tekið sérstaklega fram. Snjóblinda getur verið dæmi um slíkt. Bókmenntir og dægurmiðlar gefa oft til kynna að fólk sem er varanlega blint þjálfist í að beita öðrum skilningarvitum. Það ka...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í Perluhöfn (Pearl Harbor) í seinni heimsstyrjöldinni?

Þegar minnst er á þátt Perluhafnar í seinni heimsstyrjöldinni, er átt við árás Japana að morgni 7. desember 1941 á flotahöfn og herflugvelli Bandaríkjamanna á eyjunni Ohau í Hawaii-eyjaklasanum, sem gerð var fyrirvaralaust og án formlegrar stríðsyfirlýsingar. Perluhöfn (Pearl Harbor) árið 1940. Á 4. áratug síðus...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?

Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju tala dýrin ekki?

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja: „Ég fékk þetta í láni“ / „ég fékk þetta að láni“ / „ég fékk þetta lánað“?

Vaninn er að nota orðasambandið að fá eitthvað að láni, t.d. „Ég fékk bókina að láni í bókasafninu“ en ekki í láni. Aftur á móti er sagt: „Bókin er í láni“ eða „Ég er með bókina í láni frá bókasafninu.“ Í seðlasafni Orðabókar Háskólans (www.lexis.hi.is) eru fá dæmi um að fá eitthvað lánað en það er algengt í máli ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?

Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan fáum við kranavatnið?

Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum. Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa ...

category-iconHeimspeki

Hvað er sýndarveruleiki?

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?

Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...

Fleiri niðurstöður